
Arnar Snær Benediktsson
Sálfræðingur
Arnar Snær lauk meistaranámi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík í júní 2023 og sinnti starfsnámi sínu hjá okkur á Litlu Kvíðameðferðastöðinni. Lokaverkefni hans fól í sér árangursmat á Acceptance and Commitment Therapy (ACT) hópmeðferð við bættri líðan og þrálátum verkjum. Helstu áhugasvið í meðferð er kvíði, lágt sjálfsmat, félagskvíði, fælni og annar tilfinningavandi.
Menntun:
2021-2023: M.Sc. gráða í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni: Árangursmat á Acceptance and Commitment Therapy (ACT) hópmeðferð við bættri líðan og þrálátum verkjum.
2016-2019: B.Sc. gráða í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni: Samband líkamlegrar hreyfingar, svefns og einkenni kulnunar í starfi (e. The Relationship Between Physical Activity, Sleep and Burnout Symptoms).
2014: Stúdentspróf frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.
Starfsreynsla:
2018-2022: Starfsmaður á íbúðarkjarna fyrir fatlaða. Almenn umönnun og stuðningur við skjólstæðinga í daglegu lífi.
2016-2018: Frístundarleiðbeinandi. Umsjón með félagsstarfi fyrir börn og unglinga (mið- og unglingadeild).
