Arnrún Tryggvadóttir
Sálfræðingur, cand. psych 

Arnrún útskrifast vorið 2016 frá Háskóla Íslands með cand. psych gráðu. Hún hefur sinnt greiningu og meðferð barna og ungmenna á Litlu KMS síðan 2016. Hún hefur haldið námskeið fyrir aðstandendur barna og ungmenna með kvíða, námskeið fyrir ungmenni með félagskvíða og er í meðferðarteymi Litlu KMS fyrir ungmenni með þráhyggjuárátturöskun (OCD). Hún hefur einnig haldið fyrirlestra um kvíða barna og ungmenna fyrir ungmenni, kennara og foreldra.

Áhugasvið í meðferð eru félagsfælni, þráhyggjuárátturöskun (OCD), sértæk fælni, ofsakvíði, almenn kvíðaröskun og annar tilfinningavandi.

Menntun

 

2016

Cand. psych. próf, Háskóli Íslands.

Lokaverkefni: Hvaða merkingu leggur fólk með félagsfælni og fólk með engar geðraskanir í félagsleg áföll

2013

BS próf í sálfræði, Háskóli Íslands

Lokaverkefni: Sudden gains in cognitive-behavioral group therapy and group psychotherapy for social anxiety disorder among college students

 

2009

Leiklist og dans, Borups Højskole.

 

2008

Stúdentspróf af náttúrufræðibraut, Menntaskólinn á Akureyri.

 

Starfsreynsla

2015 – 2016 Kvíðameðferðarstöðin: starfsnám í klínískri sálfræði.

2015 – 2016 Sálfræðiráðgjöf háskólanema: þjálfun í meðferð sálmeina.

2013 – 2016 Sérhæfð endurhæfingargeðdeild, LSH: ráðgjafi/stuðningsfulltrúi.

2013 – 2014 Þjálfunarsetur Hjallastefnunnar: atferlisþjálfi barna með einhverfu.

 

Námskeið og endurmenntun:

2018 Hugræn atferlismeðferð við almennri kvíðaröskun (CBT for GAD: Conceptualization and Treatment Using Intolerance of Uncertainty as the Theme of Threat) - Dr. Melisa Robichaud. Endurmenntun Háskóla Íslands.

2017 Evrópuráðstefna um Hugræna Atferlismeðferð.

2017 Réttindanámskeið fyrir ADIS greiningarviðtal.

2017 Leiðbeinendanámskeið fyrir Uppeldi barna með ADHD.

Ráðstefnur og birtingar.

  • Auður Sjöfn Þórisdóttir, Andri Steinþór Björnsson, Arnrún Tryggvadóttir og Sævar Þór Sævarsson. Sudden gains in Cognitive Behavioral Group Therapy and Group Psychotherapy for Social Anxiety Disorder among College Students. Veggspjald sýnt á Anxiety Disorders and Depression Conference, Annual Anxiety and Depression Association of America conference í San Diego, apríl 2013 og á Sálfræðiþingi, árlegri ráðstefnu á vegum Sálfræðingafélags Íslands í apríl 2013.

  • Auður Sjöfn Þórisdóttir, Andri Steinþór Björnsson, Arnrún Tryggvadóttir og Sævar Þór Sævarsson (2014). Sudden gains in Cognitive Behavioral Group Therapy and Group Psychotherapy for Social Anxiety Disorder among College Students. Í ritrýningu.