
Ásgrímur Hólm Rúnarsson
Sálfræðinemi*
Ásgrímur er meistaranemi á öðru ári í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sinnti hann starfsnámi sínu hjá okkur á Litlu Kvíðameðferðastöðinni og á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Lokaverkefni hans er hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og felst í árangursmati rafrænnar hugrænnar atferlismeðferðar í samanburði við hópameðferð í hugrænni atferlismeðferð.
Hans helstu áhugasvið í meðferð eru félagskvíði, fælni, lágt sjálfsmat og ofsakvíði.
*Ásgrímur hefur lokið öllum formlegum kröfum um útskrift sem sálfræðingur.
Menntun
2018 B.Sc gráða í sálfræði við Háskóla Íslands. Lokaverkefni: Getustig og aðstæður í körfuknattleik: Áhrif á hjátrú leikmanna.
2021 Hóf meistaranám við Háskóla Reykjavíkur í klínískri sálfræði.
Starfsreynsla og starfsnám
2018-2022 Öryggis- og réttargeðdeild Landspítalans
Ráðgjafi
2017-2018 ÁTVR – hlutastarf með skóla
Söluráðgjafi
2016 Seljudalur - sumarstarf
Ráðgjafi í búsetukjarna fyrir fólk með geðrænan vanda
Námskeið
2019 Sjálfsvígsforvarnarnámskeið – Landspítalinn
2018 Viðbrögð gegn ofbeldi - Landspítalinn
