Unnur Margrét Unnarsdóttir
Sálfræðinemi

Unnur er meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og er nú í starfsnámi á Litlu KMS. Síðasta haust var hún í starfsnámi á Heilsugæsluslunni í Grafarvogi. Lokaverkefni hennar felur í sér þýðingu og mat á próffræðilegum eiginleikum CAIS listans (The Child Anxiety Impact Scale), sem metur skerðingu á virkni vegna kvíða hjá börnum og unglingum.

 

Helstu áhugasvið í meðferð eru áráttu- og þráhyggjuröskun, almenn kvíðaröskun, lágt sjálfsmat og annar tilfinningavandi. 
 

Menntun
2019: B.Sc. gráða í sálfræði, Háskóli Íslands. Lokaverkefni: Fólk með einhverfu á atvinnumarkaði: Samband atvinnuleysis við kvíða, þunglyndi og sjálfsskaða.
2014: Fjölbrautaskólinn í Ármúla.

 

Starfsreynsla
Sumar 2020: Leikskólinn Rauðhóll – Sérkennsla.
2019: Arnarskóli – Kennsla og þjálfun með atferlisíhlutun.
2018: Lækur, athvarf fyrir fólk með geðrænan vanda. 
2014-2017: Búsetukjarni fyrir fólk með geðrænan vanda.

 

Námskeið
2020: Hugræn atferlismeðferð við flóknum vanda hjá Dr. Hjalta Jónssyni
2020: Hugræn atferlismeðferð við geðrofi hjá Baldri H. Sigurðssyni. 
2020: Hugræn atferlismeðferð við svefnvanda hjá Dr. Erlu Björnsdóttur.

Unnur.jpg