
Hugrún Vignisdóttir
Sálfræðingur
Hugrún útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskólanum í Árósum árið 2012 með cand.psych gráðu í sálfræði. Hugrún hóf störf sem sálfræðingur við skóla árið 2012 þar sem hún sinnti greiningum barna og ungmenna, ráðgjöf til foreldra og kennara ásamt því að halda fjölmarga fyrirlestra fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skóla.
Áhugasvið í meðferð eru lágt sjálfsmat, frammistöðukvíði, félagskvíði og annar tilfinningavandi. Hugrún hefur einnig víðtæka reynslu í málefnum transbarna og hefur unnið með íþróttafólki varðandi markmiðasetningu, meiðsli og frammistöðu.
Menntun
2012 Cand. Psych gráða í sálfræði frá Háskólanum í Árósum, Danmörku
2009 BS- gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands
2005 Fjölbrautarskóli Suðurlands
Starfsreynsla og starfsnám
2014-2021: Sálfræðingur hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings
2012-2014: Sálfræðingur hjá Skólaskrifstofu Suðurlands
2011: Starfsnáms sem skólasálfræðingur í Árósum
2006-2009: Rjóður, hvíldarheimili langveikra og fjölfatlaðra barna
2002-2006: Fimleikaþjálfari
Námskeið og endurmenntun
2020: WPATH (World Professional Association for Transgender Health) Global Education Initiative foundation course
2020: WPATH 26th Scientific Symposium
2020: WPATH Global Education Initiative Advanced Child & Adolescent workshop
2019: Leiðbeinendaréttindi fyrir námskeiðið „Klókir litlir krakkar“
2019: Guided parent-delivered cognitive behavioural therapy: GPD-CBT með Brynjari Halldórssyni sálfræðingi
2017: Leiðbeinendaréttindi fyrir námskeiðið „Mér líður eins og ég hugsa“
2017: Siðareglunámskeið SÍ
2015: Leiðbeinendaréttindi fyrir námskeiðið „Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar“
2015: Skimun og frumgreining einhverfuraskana, CARS-2
2015: Þjálfunarnámskeið fyrir ADIS kvíðagreiningarviðtal
2013: Leiðbeinendaréttindi fyrir námskeiðið SOS, hjálp fyrir foreldra
2013: Hvetjandi samtöl í vinnu með unglingum með David S. Prescott
2013: Námskeið um notkun K-SADS
2012-2021: Ýmsar ráðstefnur á vegum BUGL, GRR, ÞHS, SÍ og FSS.
