Opinn tími fyrir alla sem hafa sótt meðferð eða námskeið

á Litlu KMS

Þessir tímar eru opnir og ósérhæfðir stuðnings- og eftirfylgdartímar.

Tímarnir eru í umsjá nema við Litlu KMS og undir ábyrgð handleiðanda.

 

Tímarnir geta bæði verið vettvangur til leita ráða við bakslögum, fá

stuðning við áframhaldandi geðrækt eða bara félagsskapur og jafningja

stuðningur.

Allir miðvikudagar frá 16.00 - 17.30

Fyrir jól

-

 

Eftir jól

17. mars- 26. maí

Kostar ekkert að mæta

Hver tími verður sniðinn eftir fjölda, aldri og þörfum þeirra sem mæta. Gert er ráð fyrir að hægt sé að skipta hópnum í eldri og yngri hóp og jafnvel eftir áhugasviði/þörfum.

Dæmi um innihald tíma:

- Upprifjun úr efni námskeiða

- Ný innlegg frá sálfræðinemum

- Horft á gagnlegan fyrirlestur eða bent á gagnlegar heimasíður/öpp sem snúa að geðrækt

- Umræða um efni sem valið er af þeim sem mæta hverju sinni

- Hjálp við að komast uppúr bakslagi

- Persónuleg aðstoð við að hanna atferlistilraun eða setja sér markmið

- Stuðningur við að opna Mentor eða svara tölvupósti/FB skilaboðum

- Stuðningur við að byrja á ritgerð eða öðru verkefni sem búið er að fresta ítrekað

- Minni hópar setja sér markmið um að gera eitthvað utan tímans

- Heimsókn frá gestafyrirlestara sem hefur reynslu eða þekkingu á umræðuefninu

- Tækifæri til þess að hitta eða kynnast öðrum unglingum / ungmennum

- Sjálfsstyrkingarvinna

Engin krafa er um að tala fyrir framan aðra eða deila reynslu með hópnum nema viðkomandi óski þess.

Velkomið að mæta bara stutt og fá smá pepp eða hlusta á aðra og fara svo.


Tíminn er í umsjá nema á lokaári í klínískri sálfræði við HÍ/HR með handleiðslu og stuðningi sálfræðinga á Litlu KMS.

Kaffihúsatímar litlu KMS

litlakms@litlakms.is - Síðumúli 13 - s: 571-6110

Upplýsingar og verð sem koma fram á vefnum geta breyst án fyrirvara