Kristjan Gunnar Óskarsson
Sálfræðingur, cand. psych.
 

Kristján útskrifaðist árið 2016 frá Háskóla Íslands með cand.psych gráðu á barnasálfræðilínu og hefur starfað á Litlu KMS frá árinu 2016 þar sem hann hefur sinnt greiningu og meðferð barna og ungmenna. Hann hefur haldið námskeið fyrir aðstandendur barna og ungmenna með kvíða, námskeið fyrir ungmenni með félagskvíða og er í meðferðarteymi Litlu KMS fyrir ungmenni með þráhyggjuárátturöskun (OCD).

Kristján flutti aftur heim til Húsavíkur haustið 2020 og þar með opnaði Litla KMS útibú á Húsavík. Kristján sinnir einnig skjólstæðingum frá Höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu í gegnum fjarþjónustu Kara Connect.

Áhugasvið í meðferð eru þráhyggjuárátturöskun, félagskvíði og aðrar kvíðaraskanir.

 

Menntun:

2016  Cand. psych. gráða í sálfræði – barnalínu, Háskóli Íslands. Lokaverkefni: Þátttaka í peningaspilum og algengi spilavanda meðal íslenskra knattspyrnuleikmanna: Tengsl spilavanda við athyglisbrest með ofvirkni, kvíða og þunglyndi meðal leikmanna.

 

2014  BA-gráða í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Lokaverkefni: BA ritgerð: rannsókn á afdrifum skólastyrksþega í Hafnarfjarðabæ.

 

2013  KSÍ/UEFA B gráða í knattspyrnuþjálfun.

 

2009  Stúdentspróf af félagsfræðibraut, Framhaldsskólinn á Húsavík.

 

Starfsreynsla:

2016-              Sálfræðingur í grunnskóla

2016-              Sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni

2015-2016      Klínísk þjálfun í Sálfræðiráðgjöf háskólanema

2015-2016      Starfsnám á Barna- og unglingageðdeild LSH

2015-2016      Starfsmaður á sambýli fyrir geðfatlaða

2012-2013      Knattspyrnuþjálfari (Aðalþjálfari yngri flokka stráka og stúlkna og      aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla)

2009-2010              Leiðbeinandi/stuðningsfulltrúi á leikskóla

 

Námskeið og endurmenntun:

2018               Námskeiðið Building Mental Toughness – Robert Weinberg

2017               Evrópuráðstefna um Hugræna Atferlismeðferð

2017               Hugræn meðferð við áráttu og þráhyggju – Adam S. Radomsky

2017               Leiðbeinendanámskeið fyrir Uppeldi barna með ADHD.

2017               Þjálfunarnámskeið fyrir fagfólk um ADIS kvíðagreiningarviðtalið, alls 10 klst.                          Þroska- og hegðunarstöð heilsugæslunnar.

2017               Siðareglunámskeið Sálfræðingafélags Íslands, alls 10 klst.

2017               Hugræn meðferð við þunglyndi – Dan Strunk. Sálfræðingafélag Íslands

2015               Réttindanámskeið fyrir K-SADS  greiningarviðtal með Bertrand Lauth og                                Páli Magnússyni, alls 12 klst.

2015               Siðareglunámskeið Sálfræðingafélags Íslands, alls 10 klst.

2015               Leiðbeinandaréttindi fyrir námskeiðið „SOS! Hjálp fyrir foreldra”

2015               Sat námskeiðið „Klókir krakkar” á BUGL

2015               Sat námskeið fyrir börn með ADHD og hegðunarvanda á BUGL

2012-2013      Þjálfari á sex vikna tækninámskeiði fyrir 11-16 ára fótboltakrakka

2009               Þjálfari á tækninámskeiði fyrir fótboltakrakka á öllum aldri