Margrét Lára Viðarsdóttir
Sálfræðingur

Mynd fengin af visir.is þar til við fáum nýja mynd (mynd E/STEFAN)

Margrét Lára útskrifaðist vorið 2018 frá Háskólanum í Reykjavík með cand. psych. gráðu í sálfræði. Margrét Lára var í starfsþjálfun á Reykjalundi, þjónusutumiðstöð Árbæjar og Grafarholts sem og Domus Mentis. Mastersverkefni hennar fjallaði um spilahegðun íslenskra körfuboltamanna á Íslandi en Margrét Lára er einnig menntaður íþróttafræðingur.

 

Áhugasvið í meðferð eru frammistöðukvíði, félagskvíði, almennur kvíði og annar tilfinningavandi. Margrét Lára hefur mikla reynslu af því að vinna með íþróttafólki og hefur haldið fyrirlestra um andlegan styrk, bæði hjá íþróttafélögum og í skólum landsins.

 

Menntun

2018 Cand. Psych gráða í sálfræði, Háskólinn í Reykjavík

Lokaverkefni: Gambling participation among adult Basketball players in Iceland/ Spilahegðun íslenskra körfuboltamanna á Íslandi.

2015 BS-gráða í íþróttafræði, Háskólinn í Reykjavík

Lokaverkefni: Algengi þunglyndis- og kvíðaeinkenna hjá íslenskum atvinnumönnum í boltaíþróttum.

2013 BS- gráða í sálfræði, Háskólinn á Akureyri

Lokaverkefni: Viðhorf knattspyrnufólks á Íslandi til samkynhneigðar innan knattspyrnunnar (meðhöfundur, Elvar Friðriksson sálfræðingur).

2006 Menntaskólinn Í Kópavogi

 

Starfsreynsla og starfsnám

2004-2009: Yngri flokka þjálfari hjá Knattspyrnufélagi

2008: Hélt fyrirlestur í íþróttafélögum landsins um ,,hugarfar afreksíþróttamannsins”

2009-2015: Atvinnukona í kanttspyrnu í Svíþjóð og Þýskalandi

2013-2014: Starfsmaður bráðageðdeildar Landsspítalans

2016: Íþróttafræðingur á leikskólanum Efstahjalla Kopavogi

2017: Starfsnám við þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts

2017: Starfsnám við Domus-Mentis geðheilsustöð

2018: Starfsnám á Reykjalundi

 

Námskeið, vinnustofur

2018: HAM hópnámskeið fyrir þunglyndi og kvíða

2017: Klókir krakkar,hópkvíðanámskeið fyrir börn og unglinga

2014: Varnarteymisnámskeið, geðdeild Landspítalans

margret.lara.jpg