María Björk Gunnarsdóttir
Sálfræðinemi

María er meistaranemi í Hagnýtri sálfræði við Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist með Bsc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2018. Hún vann í sérkennslu í leikskóla, aðallega með börnum með einhverfu, frá útskrift og þangað til hún byrjaði í meistaranámi haustið 2019. Áhugasvið hennar eru félagskvíði og almenn kvíðaröskun en hún hefur áhuga á því að fá reynslu á fleiri sviðum. 

 

Meistaraverkefni hennar snýr að staðfærslu og próffræðilegum eiginleikum greiningaviðtalsins K-SADS DSM-5 (Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia – Present Life Version). Verkefnið miðar að því að uppfæra viðtalið á íslensku þannig að hægt sé að meta börn og unglinga hér á landi með nákvæmari hætti en áður.

 

María mun einnig fá reynslu með starfsþjálfun í sálfræðiráðgjöf háksólanema sem rekin er af sálfræðideild Háskóla Íslands


 

Starfsreynsla

 

Sumar 2020 Leikskólinn Sunnuás - sérkennsla

2018-2019 Leikskólinn Sunnuás - sérkennsla

 

Menntun

 

2015- 2018: Bachelor of Science: Sálfræði, Háskóli Íslands.

Lokaverkefni: Áhrif umhverfis á heilastarfsemi: Forrannsókn. 

2008 – 2012: Kvennaskólinn í Reykjavík, Náttúrufræðibraut/stærðfræðilína.

 

Námskeið

 

2019 - K-SADS námskeið, réttindi til þess að taka viðtalið.

2018 - Námskeið í notkun PECS boðskipta, Sigrún Kristjánsdóttir kenndi.
2018 - Námskeið í notkun VB-MAPP matslista.
2018 - Námskeið í skráningu og þjálfun, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

litlakms@litlakms.is - Síðumúli 13 - s: 571-6110

Upplýsingar og verð sem koma fram á vefnum geta breyst án fyrirvara