Ragna Margrét Brynjarsdóttir
sálfræðingur

Ragna Margrét útskrifaðist vorið 2019 frá Háskólanum í Reykjavík með meistaragráðu í klínískri sálfræði. Á meðan námi stóð var Ragna Margrét í starfsþjálfun á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Reykjalundi og á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni, þar sem hún fékk fjölbreytta reynslu í greiningu og meðferð barna og fullorðinna. 

Helstu áhugamál Rögnu Margrétar eru ferðalög og íþróttir, og þá sérstaklega körfubolti. 

Áhugasvið í meðferð eru almenn kvíðaröskun, félagskvíði og lágt sjálfsmat. Hún hefur einnig áhuga á að vinna með tilfinningalegan vanda í kjölfar heilahristings en Ragna Margrét hefur sinnt fræðslu til íþróttafélaga og sérsambanda um heilahristinga í íþróttum.

Menntun:

2019     MEISTARANÁM Í KLÍNÍSKRI SÁLFRÆÐI / Háskólinn í Reykjavík
Lokaverkefni: Prevalence of Concussion Among Icelandic Female Athletes: The Impact of Providing a Definition in an Asessment of Sustained Concussions. Leiðbeinendur: María K. Jónsdóttir og Hafrún Kristjánsdóttir.
Starfsþjálfun: Litla Kvíðameðferðarstöðin, Reykjalundur og Þjónustumiðstöð Laugadals og Háaleitis 

2015     SÁLFRÆÐI BSc / Háskólinn í Reykjavík
Lokaverkefni: Incorporating Mindfulness Intervention into Health Related Educational Intervention: Does it help? Leiðbeinandi: Heiðdís B. Valdimarsdóttir.

 

2009     STÚDENTSPRÓF / Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
Náttúrufræðibraut – íþróttaafrekssvið.

 

Starfsreynsla:

2019 –            Sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni
2019 –            Sálfræðngur í Forvarnar- og meðferðarteymi barna, HSS
2018 - 2019    Meðrannsakandi í rannsókn á heilahristingum í íþróttum
2013 - 2019    Liðveitandi og NPA aðstoðarkona
2015 - 2017    Starfsmaður á legudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítalans
2015 – 2017    Körfuboltaþjálfari, körfuknattleiksdeild Stjörnunnar
2015 sumar     Starfsmaður á Fíknigeðdeild Landspítalans
2009 – 2013    Sumarbúðir Reykjadals, Styrktarfélag Lamaðra og Fatlaðra


Námskeið og vinnustofur:

2019 – Concussion: Advances in Identification and Management

Ragna Margret Brynjarsdottir.JPG