Sara Daníelsdóttir
Sálfræðingur

 

Sara útskrifaðist í júní árið 2021 með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún var í starfsþjálfun á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þar sem hún starfaði einnig áfram eftir að starfsþjálfun lauk. Meðfram meistaranámi og starfi á Landspítalanum tók hún þátt í að halda hópmeðferðir við tilfinningavanda hjá 13 til 17 ára börnum á Heilsugæslunni í Árbæ í tengslum við meistaraverkefni sitt. Hún skrifaði meistararitgerð sína um árangur hópmeðferðar við tilfinningavanda á lífsgæði unglinga. Sara starfaði einnig lengi sem atferlisþjálfi á leikskóla þar sem hún vann með atferlisþjálfun hjá einhverfum börnum og hegðunarvanda.  

 

Áhugasvið í meðferð er tilfinningastjórn, hegðunarvandi og kvíði.  


 
 

Sara.jpeg