Vellíðan 101
Laugardaginn 3. mars frá 9:00-15:00
Service Description
Hér verður farið almennt í grunnin að almennri geðheilsu. Fjallað verður um tilgang og eðli tilfinninga. Farið verður í hvaða tilfinningar eru viðeigandi í hverjum aðstæðum og hvernig eigi að bregðast við sterkum og erfiðum tilfinningum án þess að leita í sjálfsskaðandi hegðun. Farið verður í allskonar dæmi um tilfinningar sem valda okkur vanlíðan s.s. reiði, sorg, kvíða, depurð, öfund og afbrýðisemi. Unnið verður í litlum hópum eða hver og einn á sínum forsendum. Enginn verður neyddur til að tala eða deila persónulegri reynslu í hóp. Hádegisverður innifalin í verði Umsjón: Steinunn Anna Sigurjónsdóttir og Helga Heiðdís Sölvadóttir sálfræðingar Gestur dagsins: Rósa Björg Ómarsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur
Upcoming Sessions
Contact Details
Síðumúli 13, #2 hæð, Reykjavík, 108