top of page

Sumarnámskeið á LitluKMS

Öryggi í samskiptum. Við verðum með félagskvíðahóp í sumar. Hópurinn er hugsaður fyrir nemendur sem eru að hefja framhaldsskólanám í haust eða eru í framhaldsskóla og glíma við kvíða í samskiptum við jafnaldra og / eða kennara. Við munum prófa nýja útfærslu á meðferðinni sem verður keyrð í fjóra daga frá 9-15.00 þann 7. júní - 10. júní. Innifalið í námskeiði er matur og önnur útgjöld. Verð er 85.000 kr. Skráning hér á heimasíðunni eða á netfangið litlakms@litlakms.is

Tilfinningastjórn (DAM hópur). Við verðum með DAM hóp í sumar. Hópurinn er hugsaður fyrir nemendur sem glíma við tilfinningavanda s.s. kvíða, reiði, skömm, sektarkennd, afbrýðisemi og depurð. Meðferðin tekur sérstaklega á skaðlegri hegðun í vanlíðan s.s. reiðiköstum, sjálfsskaða, ofáti, mikilli forðun, svelti, neyslu áfengis eða fíkniefna o.s.frv. Meðferðin hefst þriðjudaginn 6. júní og verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá 17.30-19.30 í 10 skipti í sumar. ATH þessi meðferð er niðurgreidd af sveitarfélögum fyrir þá sem eiga rétt á frístundastyrk. Verð 98.000 kr. Skráning hér á heimasíðunni eða á netfangið litlakms@litlakms.is


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page