litlakms@litlakms.is - Síðumúli 13 - s: 571-6110

Sveindís Anja V. Þórhallsdóttir
sálfræðingur

Sveindís útskrifaðist í júní árið 2019 með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var í starfsþjálfun á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni á vorönn 2019 og fékk þar góða reynslu við að vinna með börnum og unglingum með kvíða- og hegðunarvanda.


Á haustönn 2018 var Sveindís í starfsþjálfun við Kvíðameðferðarstöðina þar sem hún sinnti greiningu og meðferð og sat eftirfarandi hópmeðferðir um: námskvíða, almenna kvíðaröskun, félagskvíða, áráttuþráhyggju, kulnun og lágt sjálfsmat. 2017 útskrifaðist Sveindís með MSc gráðu í íþrótta- og æfingasálfræði frá Háskólanum í Jyväskylä, Finnlandi. 


Sveindís er einnig menntaður einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis. Hún hefur í þrjú ár þjálfað fólk á öllum aldri í pole fitness og hefur haldið fræðslu um kvíða, einbeitingu, markmiðasetningu, bata í kjölfar meiðsla og fleira fyrir iðkendur. 


Áhugasvið í meðferð eru almenn kvíðaröskun, félagskvíði, ofsakvíði og lágt sjálfsmat. Sveindís hefur auk þess sérstakan áhuga á að vinna með íþróttafólki og öðrum við að bæta frammistöðu og lífsgæði með samspili líkamsræktar og hugrænnar þjálfunar. 


Menntun og námskeið

2019 - cand. psych. í klínískri sálfræði (útskrift í júní) 

2017 - MSc í íþrótta- og æfingasálfræði frá Háskólanum í Jyväskylä

2016 - ElevatED level 2 þjálfararéttindi í pole fitness

2015 - ElevatED level 1 þjálfararéttindi í pole fitness

2015 - Einkaþjálfararéttindi frá Íþróttaakademíu Keilis

2014 - BSc í sálfræði frá Háskóla Íslands


Starfsreynsla

2018-... - Starfsmaður á sambýli fólks með þroskaskerðingar

2018-2019 - klínísk starfsþjálfun í Sálfræðiráðgjöf háskólanema

2015-2016 - Atferlisþjálfi á leikskólanum Nóaborg