Thelma Rún van Erven
Sálfræðingur
Thelma Rún útskrifaðist með cand. psych gráðu frá Háskóla Íslands vorið 2017. Hún hefur unnið hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR) síðan þar sem hún hefur fengið góða reynslu af greiningum á frávikum í þroska og ráðgjöf til nærumhverfis barna. Á GRR hefur hún einnig haldið PEERS félagsfærninámskeið. Auk vinnu sinnar á Litlu-KMS og GRR starfar Thelma hjá Einhverfusamtökunum og er með unglingahóp fyrir ungmenni á einhverfurófi. Þar að auki hefur Thelma haldið námskeið um kynheilbrigði fyrir unglinga með frávik í þroska.
Menntun:
2017 Cand. psych. gráða í sálfræði – barnalínu, Háskóli Íslands
Lokaverkefni: Hækkandi algengi einhverfurófsraskana á Íslandi. Tengsl tölulegra niðurstaðna ADOS-2 og einstakra greiningarflokka.
2015 B.Sc. gráða í Sálfræði, Háskóli Íslands
Lokaverkefni: Bágt er að berja höfðinu við steininn: Um tengsl skammtíma- og langtímaafleiðinga heilaálverka
2011 Stúdentspróf af nýmálabraut I, Menntaskólinn í Reykjavík
Starfsreynsla:
2020 - Sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni
2020 Allt um ástina – Námskeið um sjálfsstyrkingu, sambönd og kynheilbrigði
2019 Keep Safe – Námskeið um kynheilbrigði
2017 - Sálfræðingur hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
2016 - Leiðbeinandi í unglingahópi Einhverfusamtakanna, Hugsuðunum
2016 – 2017 Sálfræðiráðgjöf háskólanema: Þjálfun í meðferð sálmeina
Námskeið og endurmenntun:
2020 BUGL ráðstefna: Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
2019 Ráðstefna: Autism Europe, á vegum Autism Europe
2019 Vorráðstefna GRR: Framtíðin er núna. Snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik
2019 Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik
2019 Kynheilbrigði. Hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með
þroskafrávik
2019 BUGL ráðstefna: Fræðin í forgrunni
2018 ADOS-2 training course
2018 Blátt áfram ráðstefna: Ef þú sérð ofbeldi, stöðvaðu það! Öryggi barna byrjar með þér
2018 PEERS for adolescents
2018 Vorráðstefna GRR: Mátturinn í margbeytileikanum
2018 Ráðstefna: ESSENCE, á vegum Gillberg Neuropsychiatry Centre – Sahlgrenska
Academy
2018 Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik
2018 BUGL ráðstefna: Lengi býr að fyrstu gerð
2017 Röskun á einhverfurófi I, grunnnámskeið
2017 CAT-kassinn
2017 Skipulögð kennsla
2017 CBT for Low Self Esteem and Working with Resilience in CBT
2017 Vorráðstefna GRR: Fötluð börn og ungmenni
2016 Ráðagóðir kennarar
2016 Réttindanámskeið fyrir K-SADS greiningarviðtal með Bertrand Lauth og Páli
Magnússyni
2016 SOS – Hjálp fyrir foreldra, leiðbeinenda námskeið með Zuilmu Gabríelu Sigurðardóttur
