Þórhildur Ólafsdóttir
Sálfræðingur

Þórhildur útskrifaðist árið 2019 frá Háskóla íslands með M.Sc gráðu í klínískri sálfræði. Hún hlaut starfsþjálfun á Miðgarði - Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalaness og sinnti þar greiningu og meðferð barna og ungmenna. Þórhildur hlaut einnig þjálfun í meðferð sálmeina hjá Sálfræðiráðgjöf Háskóla Íslands.

 

Mastersverkefni Þórhildar kannaði áhrif líkamsskynjunarröskunar (Body dysmorphic syndrom) meðal ungmenna með Áráttu og þráhyggjuröskun (Obsessive/Compulsive disordrer), og hvaða áhrif líkamsskynjunarröskun hefur á HAM meðferðarútkomu.        

            

Samhliða námi starfaði Þórhildur sem aðskoðarkennari við Háskóla Íslands ásamt því að starfa á lokaðri geðdeild fyrir fullorðna einstaklinga með fjölþættann geðrænan vanda. Þórhildur hefur einnig áralanga reynslu af starfi með ungmennum með fatlanir og einhverfu.

            

Áhugasvið Þórhildar í meðferð eru fyrst og fremst hegðunar- og tilfinningavandi barna og ungmenna, samskiptavandi innan fjölskyldna ásamt meðferð kvíðaraskana.

 

Meðferðarnálgun:      Hugræn atferlismeðferð (HAM)

                                   Díalektísk atferlismeðferð (DAM)

                                   Atferlisþjálfun             

 

Menntun

 

2017 - 2019:    Cand psych/M.Sc gráða í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands

Lokaverkefni: Body dysmorphic symptoms in youth with Obsessive-compulsive disorder: Prevalence, clinical correlates, and cognitive behavioral therapy outcome

2014 - 2016      B.Sc gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands.

Lokaverkefni: Tengsl áhættuhegðunar við tíðni smitsjúkdóma meðal vímuefnaneytenda sem sprauta sig í æð.

 

Starfsreynsla

 

2019   Aðstoðarkennari við sálfræðideild Háskóla Íslands - Klínísk sálfræði.

2018   Aðstoðarmaður í rannsókn. Kiddie Sads - greiningarviðtöl við foreldra barna með hegðunarfrávik.

2017   Leikskólinn Álftaborg

2016   Háskóli Íslands - Prófabúðir Skyn og hugfræði B. Undirbúningsnámskeið fyrir lokapróf nemenda í Sálfræði. Sá um kennslu og undirbúning námskeiðsins.

2016   Aðstoðarkennari við sálfræðideild Háskóla Íslands - Skyn og hugfræði A.

2016   Menntadeild Landspítala Íslands – Aðstoðarmaður í rannsókn.Tölfræðileg úrvinnsla og greining á breytum sem hafa áhrif á svefn- og drykkjarvenjur síðfyrirbura.

2015   Landsspítalinn LSH - ummönnun og stuðningur við eldri borgara í endurhæfingu eftir líkamleg meiðsl eða áföll.

2013   Leikskólinn Iðavellir.                                                        

2008 - 2012   Klettaskóli: Aðstoð og stuðningur við kennara og nemendur í skólastarfi barna með fatlanir. Vann með öllum aldurshópum.

2007 -2010   Vesturhlíð - frístundarheimili fyrir börn með fatlanir. Vann með 13-15 ára.

 

Námskeið og endurmenntun:           

 

2019   Parent Management Training – Oregon aðferð

2018   Vinnustofa Urðar Njarðvík og Juliette Liber: CBT in children and adolecents                    with externalizing problem behavior. Food for thought!

2018   Kiddie Sads réttindi: Námskeiðið fólst þjálfun í fyrirlögn listans og viðtalstækni. Kiddie SADS er skimunarlisti sem metur hegðunarfrávik barna út frá viðmiðum DSM-5.

2010   Tákn með tali: Tákn með tali (TMT) er tjáningarform, ætlað heyrandi einstaklingum sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða. Það er byggt á látbragði, svipbrigðum, táknum og tali.

 

Ráðstefnur:

Þórhildur Ólafsdóttir, Davíð R.M.A. Højgaard, Per Hove Thomsen,  Judith Becker Nissen, Tord Ivarsson, Bernhard Weidle, Karin Melin, Guðmundur Skarphéðinsson. Líkamsímyndunareinkenni hjá börnum með áráttu- þráhyggjuröskun: Algengi, tengsl við lýðfræðilegar og klínískar breytur og árangur hugrænnar atferlismeðferðar. Málstofa og fyrirlestur á Sálfræðiþingi 2019

litlakms@litlakms.is - Síðumúli 13 - s: 571-6110