Alexandra Ásta Sigurðardóttir
Sálfræðinemi
Alexandra er meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands og mun útskrifast vorið 2025 sem sálfræðingur. Hún er hjá okkur í starfsnámi á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni þessa önnina ásamt því að veita meðferð í sálfræðiráðgjöf háskólanema við Háskóla Íslands.
Alexandra hefur unnið ýmis störf með börnum. Hún hefur til dæmis unnið sem tengill í Arnarskóla, í liðveislu, í frístundarúrræði fyrir fötluð börn og sem bæði leiðbeinandi og sérkennslustarfsmaður í leikskólum.
Alexandra byrjar á meistaraverkefninu sínu núna í haust hjá Dagmar Kr. Hannesdóttur og mun þar taka þátt í rannsókn á sérhæfðum inngripum fyrir börn með ADHD í fjórða til sjöunda bekk.
Í grunnnámi sínu gerði Alexandra BS ritgerð hjá Guðmundi Skarphéðinssyni um starfshæfniskerðingu barna vegna áráttu-þráhyggjuröskunar. Þar skoðaði hún ásamt samnemanda sínum hvaða þættir hefðu áhrif á samræmi milli barna með áráttu-þráhyggjuröskun og foreldra þeirra við val á meðferð.
Áhugasvið í meðferð eru kvíðaraskanir, ADHD, áráttu-þráhyggjuröskun og tilfinningavandi.