Sálfræðingar Litlu KMS sinna þessum vanda:
 • Kvíði

 • Aðskilnaðarkvíði

 • Almenn kvíðaröskun

 • Ofsakvíðaköst

 • Víðáttufælni

 • Félagsfælniröskun

 • Frammistöðukvíði

 • Samskiptakvíði

 • Áráttu- þráhyggjuröskun (OCD)

 • Áföll / áfallastreituröskun

 • Heilsukvíði

 • Líkömnunarröskun (BDD)

 • Fælni s.s. dýr, myrkur, þrengsli, lyftur, flugvélar, tannlæknar, blóð-og sprautufælni, ælufælni o.s.frv.

 • Vægt til miðlungs þunglyndi

 • Reiði

 • Sjálfsskaði

 • Almenn vanlíðan

 • Skólakvíði og forðun

 • Fullkomnunarárátta

 • Börn/ungmenni sem eru félagslega einangruð

 • Börn/ ungmenni sem eru of háð tölvu, síma eða sjónvarpi

 • Lágt sjálfsmat

 • Börn með ADHD

 • Foreldrastuðningur/uppeldisráðgjöf

 • Greindarprófun

 • Mat á ADHD

Meðferðarúrræði á litlu KMS

Á Litlu KMS erum við með eftirfarandi úrræði:

 • Einstaklingsmeðferð

  • Hér er hægt að velja um sálfræðing eða nema​

  • Litla KMS býður upp á fjarþjónustu í gegnum Karaconnect.

 • Hópmeðferð

  • ​Lokaðir og sérhæfðir meðferðarhópar​

  • Allir í hópnum eru með sama klíníska vandamál

  • Tilvísun eða greiningarviðtal sálfræðings nauðsynleg forsenda inntöku í hópinn

 

 • Opnir hópar og námskeið

  • Opin skráning fyrir þátttakendur

  • Ekki krafa um tilvísun eða greiningarviðtal

  • Hugsað fyrir vægari vandamál eða sem forvörn / sjálfsstyrking

  • Almenn fræðsla / sjálfsrækt

  • Námskeið fyrir foreldra og aðstandendur

  • Námskeið fyrir fagfólk

Á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni fá börn og aðstandendur þeirra greiningu, ráðgjöf og meðferð.
Í mörgum tilvikum taka stéttarfélög þátt í að niðurgreiða sálfræðikostnað. Það er misjafnt hve marga meðferðartíma fólk þarf og ræðst það af eðli vandans.

Öll viðtöl miðast við 40 - 50 mínútur.

Afbóka þarf viðtalstíma með sólarhringsfyrirvara í síma: 571 6110 eða á netfangið litlakms@litlakms.is annars rukkar Litla KMS fyrir hálft viðtal.

Sálfræðingar Litlu KMS notast við gagnreyndar aðferðir í allri meðferðarvinnu. Þær aðferðir byggja á kortlagningu og meðferðarramma hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Hugræn atferlismeðferð er sú meðferð sem sýnt hefur fram á bestan árangur í meðferð kvíðaraskana og margra annarra sálfræðilegra kvilla og vandamála. Í stuttu máli má segja að aðferðin feli í sér að skoða samspil hugsana, hegðunar og tilfinninga og hvernig vítahringir myndast sem bæði framleiða vandamál og viðhalda þeim. 

Á síðustu áratugum hefur mikil sérhæfing átt sér stað eftir því sem aðferðir HAM hafa verið þróaðar betur til þess að vinna með tilteknar raskanir. Athygli hefur fengið meira vægi í kortlagningum, sem og aðrir ferlar s.s. jórtur og leit að fullvissu.

Einnig hafa bæst við nýrri leiðir til að vinna með þetta samspil hugsana og hegðunar t.d. Acceptance and Commitment Therapy (ACT) og árvekni (Mindfullness) sem nýtast í mörgum tilfellum vel innan kenningarramma HAM.

Mikilvægt er að átta sig á því að þegar talað er um HAM meðferð getur það falið í sér margvíslegar aðferðir og mismikla sérhæfingu meðferðaraðila í tilteknum röskunum. HAM meðferð er mun meira en hugsanaskrár og pollýönnuleikur. Á Litlu KMS leggjum við áherslu á að fá handleiðslu og kynna okkur nýjustu meðferðarnálganir í öllum kvíðaröskunum, áráttu, þráhyggju, áfallastreituröskun og þunglyndi.