top of page

Litla Kvíðameðferðarstöðin (litla KMS) er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni. Við sinnum einnig aðstandendum þeirra og því fagfólki sem vinnur með börnum og ungmennum.

 

Við sérhæfum okkur í meðferð kvíðaraskana, áráttu og þráhyggju og áföllum. Við veitum einnig sérhæfða meðferð við þunglyndi og öðrum tilfinningavanda, svo sem reiði, afbrýðisemi, skömm og sektarkennd.

Á Litlu KMS er einnig unnið með tengd vandamál er snúa að velferð barna s.s. svefnvanda, lágu sjálfsmati, tölvufíkn, sjálfsskaða, einelti, skilnaðir eða andlát/áföll.

Litla KMS var stofnuð í mars 2016 vegna vaxandi eftirspurnar eftir þjónustu við börn og ungmenni meðal skjólstæðinga Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Litla KMS er í eigu Steinunnar Önnu Sigurjónsdóttur, Ingu Wessman, Sóleyjar Drafnar Davíðsdóttur og Sigurbjargar Jónu Ludvigsdóttur.

 

Steinunn og Inga sinna rekstri Litlu KMS. Sóley og Sigurbjörg eru einnig eigendur Kvíðameðferðarstöðvarinnar sem sinnir fullorðnum með kvíðaraskanir og tengda kvilla. 
Litla Kvíðameðferðarstöðin er til húsa í Síðumúla 13, 2. hæð.

Samstarf við Kvíðameðferðarstöðina.

(fyrir fullorðna)

 

Litla Kvíðameðferðarstöðin og Kvíðameðferðarstöðin deila reynslu og starfsfólki eftir því sem efni og ástæður gefa tilefni til. Við getum því sinnt bæði börnum og fullorðnum og algengt er að skjólstæðingar á aldrinum 16-22 séu ýmist í þjónustu Litlu KMS eða KMS eftir þroska og eðli vandamála.

 

Hér er heimasíða Kvíðameðferðarstöðvarinnar : www.kms.is

Steinunn_Anna_Sigurjónsdóttir_sálfræðingur_LitlaKMS_Litla_Kvíðameðferðarstöðin

Ef foreldri er efins um hvers eðlis vandinn er mælum við með því að panta greiningarviðtal til þess að fara yfir stöðuna, þá má átta sig á hvort vandamálið þarfnast frekari meðferðar. Sálfræðingar Litlu KMS geta einnig vísað foreldrum áfram í önnur viðeigandi úrræði í kjölfar greiningarviðtals.

Við bendum á að hægt er að fá viðtöl á lægra verði (14.000 vor 2022) sé sótt um meðferð hjá nema. Nemar eru í þéttri handleiðslu og sækja alla fræðslufundi á Litlu KMS.

 

Hægt er að biðja um fjarviðtöl fyrir þá sem geta ekki sótt viðtöl í Síðumúla 13.

IMG-3703_edited.jpg
Katrin.jpg

Baldvin Logi Einarsson

Sálfræðingur

Hanna Bizouerne

Sálfræðingur

Sturla.jpg
Kristjana mynd f LKMS.jpeg

Sturla Brynjólfsson

Sálfræðingur

thora.jpeg
Elín.jpg
Emilía.tif
Eyglo_mynd.JPG
Lilja.jpeg
Sólveig.jpg

Emilía Ásta J. Giess 
Sálfræðingur

KristínEva.jpg
Asgrimur nemi.jpg
ArnarSnær.jpg
StefanÞorri.jpg
karen nemi.jpeg
TomasDadi.jpg
sagasol nemi.JPG
Hans nemi.jpg
bottom of page