Katrín Mjöll Halldórsdóttir
sálfræðingur
Katrín útskrifaðist í júní árið 2019 með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áhugasvið í meðferð eru félagsfælni, lágt sjálfsmat, áfallastreita, ælufælni, þráhyggju-árátturöskun og áhættuhegðun barna og unglinga.
Katrín er einn af þáttastjórnendum hlaðvarpsins Kvíðakastið þar sem geðfræðsla er aðgengileg almenningi gjaldfrjálst. Hún kemur einnig að kennslu í grunnnámi og meistaranámi við ýmsa háskóla, ásamt því að leiðbeina í BSc lokaverkefnum.
Meðferðarnálgun
⁃ Hugræn atferlismeðferð (HAM)
⁃ Díalektísk atferlismeðferð (DAM)
⁃ Áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð (Trauma-focused cognitive behavioral therapy)
⁃ EMDR áfallameðferð
Starfsreynsla:
2023 - Stundakennari við Háskóla Íslands
2022 - Stundakennari við Háskólann í Reykjavík
2021 - Stundakennari við Listaháskóla Íslands
2019 – Sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni
2018 – 2019 Starfsnám hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni
2018 – 2019 Starfsnám hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts
2018 Starfsnám hjá Geðhvarfateymi Landspítalans
2017 – 2019 Lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum
2017 Klínískur rannsakandi hjá Íslenskri erfðagreiningu
2016 Lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi
2015-2018 Ráðgjafi hjá Bráðageðdeild Landspítalans
Námskeið og endurmenntun:
2024 - Námskeið í EMDR áfallameðferð, (ART of EMDR) - Roger M. Solomon, Ph.D.
2024 - The Theory of Structural Dissociation of the Personality – using EMDR therapy and “Parts” work in the treatment of Complex Trauma - Roger M. Solomon, Ph.D
2024 - Námskeið í EMDR áfallameðferð, level 2 (EMDR basic training) - Roger M. Solomon, Ph.D.
2024 - Námskeið í EMDR áfallameðferð, level 1 (EMDR basic training) - Roger M. Solomon, Ph.D.
2024 - Vinnustofa fyrir handleiðara. A Brief Introduction to CBT Supervision - Dr. Helen Kennerley, University of Oxford, OCTC (Oxford Cognitive Therapy Centre).
2024 - Námskeið í ASSYST áfallameðferð - Humanitarian Emergency ASSYST Response Training (HEART) - Dr. Ingacio Jarero
2024 - Vinnustofa um sjálfsvígsmat. Understanding and Preventing Suicidal Behaviour - Dr. Rory O'Connor
2019 - Vinnustofa um meðferð við félagsfælni. Cognitive Therapy for Social Anxiety Disorder in Adults and Adolescents - Dr. David Clark.
2019 - Vinnustofa um meðferð við átröskunum. Exposure Therapy Applied to Eating Disorders - Dr. Carolyn Becker and Dr. Glenn Waller.
2019 - Vinnustofa um þunglyndi og atferlisvirkjun. Brief Behavioural Activation (Brief BA) for Adolescent Depression - Dr. Laura Pass and Dr. Shirley Reynolds.
2019 - Vinnustofa í díalektískri atferlismeðferð. Conceptualising and Treating High-Risk and Complexity: What Does Dialectical Behaviour Therapy Have to Offer? - Dr. Michaela Swales.
2018 - Ráðstefna hjá Samtökum um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS)