Hanna Bizouerne
Sálfræðingur, Cand. psych.
Hanna útskrifaðist með cand. psych. gráðu frá Háskóla Íslands vorið 2015. Hún sætti starfsþjálfun hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og hefur samhliða stofuvinnu starfað sem skólasálfræðingur fyrir Grindavíkurbæ, Kópavogsbæ, Bolungarvík, Hafnarfjörð og Klettaskóla. Hanna hefur því góða reynslu á greiningum á frávikum í taugaþroska (td. ADHD, einhverfa, frávik í greind) og í að veita ráðgjöf til foreldra og til starfsmanna leik- og grunnskóla.
Í stafi sínu á Litlu kvíðameðferðarstöð sérhæfir Hanna sig í meðferð barna með hegðunar- og tilfinningavanda og sinnir einnig greiningum á frávikum í taugaþroska. Einnig er Hanna að sérhæfa sig í sorg og úrvinnslu áfalla hjá börnum og ungmennum. Hanna vinnur með börn og ungmenni á öllum aldri.
Starfsreynsla
2015 – 2019 Skólaskriftstofa Grindavíkurbæjar
-
Skólasálfræðingur
2018 Klettaskóli
-
Greiningar og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks grunnskólans
2017 Menntasviðs Kópavogs, leikskólasvið
-
Greiningar og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leikskóla
2015- 2017 Sentia sálfræðistofa
-
Meðferðavinna með börnum og unglingum
2015 Háskóli Íslands
-
Stundakennari við sálfræðideild
2012 – 2015 Skammtímavistun Árland
-
Stuðningsfulltrúi barna með fatlanir
2014 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
-
Starfsþjálfun á fagsviði eldri barna
Meðferðarnálgun
-
Hugræn atferlismeðferð (HAM)
-
Atferlisþjálfun
-
PMTO uppeldisráðgjöf
-
EMDR áfallameðferð
-
Trauma focused cognitive behavior therapy
Menntun
-
Haust 2022 og Vor 2023 –
EMDR meðferðarnámskeið, Weekend 1 & 2
-
2016 - 2019
Meðferðarnám í PMTO – foreldrafærni
-
2013 – 2015
Cand. psych. nám í sálfræði (börn og unglingar) við Háskóla Íslands
-
2010 – 2013
Bachelorgráða í sálfræði við Háskóla Íslands.
Námskeið og réttindi
Hanna hefur réttindi og reynslu á að halda margskonar hópmeðferðir og námskeið á sínum stafsferli. Hanna er virkur PMTO meðferðaraðili og er í EMDR þjálfun.
Hanna hefur haldið PMTO námskeið fyrir foreldra barna með hegðunarvanda; Klókir krakkar fyrir börn með kvíðavanda; ADHD uppeldisnámskeið; Snillingarnir- færnisnámskeið fyrir börn með ADHD; Taktu pláss hópmeðferð fyrir ungmenni með félagskvíða. Hanna hefur einnig haldið margskonar fyrirlestra fyrir ungmenni, uppalendur og starfshópa í leik-, grunn- og menntaskólum.
Hanna hefur sótt ýmsar vinnustofur og ráðstefnur er varða greiningu og meðferð barna með frávik í þroska, hegðun og líðan sem og vinnustofu fyrir handleiðara (3,5 klst) með Dr. Helen Kennerley, University of Oxford, OCTC (Oxford Cognitive Therapy Centre).
Hanna hefur setið EMDR námskeið ætlað meðferðaraðilum sem eru að sérhæfa sig í áfallameðferð.
Þar að auki sækir Hanna reglulega áfallahandleiðslu hjá Sigríði Karen Bárudóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði sem og handleiðslu hjá Dr. Eric A Storch sem sérhæfir sig í meðferð barna, unglinga og fullorðinna með þráhyggjuárátturöskun (OCD) og kvíðaraskana.
Áður hefur hún sótt handleiðslu m.a. hjá Dr. Robert Freidberg, Dr. Melisa Robichaud og Dr. Samuel Hubley.
Rannsóknir
-
BS. rannsókn: ,,Stöndum saman: Beinar áhorfsmælingar á árangri eineltisforvarna í stuðningi við jákvæða hegðun."
-
Cand. psych. verkefni: ,,Tengsl skjánotkunar við svefnlengd í úrtaki íslenskra barna á aldrinum 10 til 18 ára."