top of page
Hanna Bizouerne
Sálfræðingur, Cand. psych.

Hanna útskrifaðist með cand. psych. gráðu frá Háskóla Íslands vorið 2015. Hún sætti starfsþjálfun hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og hefur samhliða stofuvinnu starfað sem skólasálfræðingur fyrir Grindavíkurbæ, Kópavogsbæ, Bolungarvík, Hafnarfjörð og Klettaskóla. Hanna hefur því góða reynslu á greiningum á frávikum í taugaþroska (td. ADHD, einhverfa, frávik í greind) og í að veita ráðgjöf til foreldra og til starfsmanna leik- og grunnskóla.

Í stafi sínu á Litlu kvíðameðferðarstöð sérhæfir Hanna sig í meðferð barna með hegðunar- og tilfinningavanda og sinnir einnig greiningum á frávikum í taugaþroska. Einnig er Hanna að sérhæfa sig í sorg og úrvinnslu áfalla hjá börnum og ungmennum.  Hanna vinnur með börn og ungmenni á öllum aldri, en hefur þó sérstakan áhuga á uppeldisráðgjöf og meðferðarvinnu með yngri börnum (0 – 12 ára).

 

Starfsreynsla

2015 – 2019  Skólaskriftstofa Grindavíkurbæjar

 • Skólasálfræðingur

2018   Klettaskóli

 • Greiningar og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks grunnskólans

2017   Menntasviðs Kópavogs, leikskólasvið

 • Greiningar og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leikskóla

2015- 2017 Sentia sálfræðistofa

 • Meðferðavinna með börnum og unglingum

2015  Háskóli Íslands

 • Stundakennari við sálfræðideild

2012 – 2015 Skammtímavistun Árland

 • Stuðningsfulltrúi barna með fatlanir

2014   Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

 • Starfsþjálfun á fagsviði eldri barna

 

Meðferðarnálgun

 • Hugræn atferlismeðferð (HAM)

 • Atferlisþjálfun

 • PMTO uppeldisráðgjöf

 • EMDR áfallameðferð

 • Trauma focused cognitive behavior therapy

 

Menntun

 • Haust 2022 og Vor 2023 –

EMDR meðferðarnámskeið, Weekend 1 & 2

 • 2016 - 2019

Meðferðarnám í PMTO – foreldrafærni

 • 2013 – 2015

Cand. psych. nám í sálfræði (börn og unglingar) við Háskóla Íslands

 • 2010 – 2013

Bachelorgráða í sálfræði við Háskóla Íslands.

 

Námskeið og réttindi

​ Hanna hefur réttindi og reynslu á að halda margskonar hópmeðferðir og námskeið á sínum stafsferli. Hanna er virkur PMTO meðferðaraðili og er í EMDR þjálfun.

Hanna hefur haldið PMTO námskeið fyrir foreldra barna með hegðunarvanda; Klókir krakkar fyrir börn með kvíðavanda; ADHD uppeldisnámskeið; Snillingarnir- færnisnámskeið fyrir börn með ADHD; Taktu pláss hópmeðferð fyrir ungmenni með félagskvíða. Hanna hefur einnig haldið margskonar fyrirlestra fyrir ungmenni, uppalendur og starfshópa í leik-, grunn- og menntaskólum.

Hanna hefur sótt ýmsar vinnustofur og ráðstefnur er varða greiningu og meðferð barna með frávik í þroska, hegðun og líðan. Hanna hefur setið EMDR námskeið ætlað meðferðaraðilum sem eru að sérhæfa sig í áfallameðferð.

 

Rannsóknir

 • BS. rannsókn: ,,Stöndum saman: Beinar áhorfsmælingar á árangri eineltisforvarna í stuðningi við jákvæða hegðun."

 • Cand. psych. verkefni: ,,Tengsl skjánotkunar við svefnlengd í úrtaki íslenskra barna á aldrinum 10 til 18 ára."

bottom of page