
Hanna Bizouerne
Sálfræðingur, Cand. psych.
Hanna útskrifaðist með cand. psych. gráðu frá Háskóla Íslands vorið 2015. Hún sætti starfsþjálfun hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins þar sem hún fékk góða reynslu af greiningum á frávikum í þroska og ráðgjöf til nærumhverfis barna.
Auk vinnu sinnar á Litlu- KMS starfar Hanna sem skólasálfræðingur hjá Grindavíkurbæ þar sem hún sinnir greiningum og sálfræðilegri ráðgjöf fyrir börn á aldrinum 1 til 16 ára. Samhliða vinnu er hún í PMTO meðferðarnámi. PMTO er meðferðarform þar sem foreldrum eru kenndar uppeldisaðferðir til að draga úr hegðunarerfiðleikum hjá börnum sínum. Einnig heldur hún reglulega hópnámskeið fyrir börn og foreldra.
Starfsreynsla
2015 – enn starfandi hjá Skólaskriftstofu Grindavíkurbæjar
-
Skólasálfræðingur
2018 Klettaskóli
-
Greiningar og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks grunnskólans
2017 Menntasviðs Kópavogs, leikskólasvið
-
Greiningar og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leikskóla
2015- 2017 Sentia sálfræðistofa
-
Meðferðavinna með börnum og unglingum
2015 Háskóli Íslands
-
Stundakennari við sálfræðideild
2012 – 2015 Skammtímavistun Árland
-
Stuðningsfulltrúi barna með fatlanir
2014 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
-
Starfsþjálfun á fagsviði eldri barna
Meðferðarnálgun
-
Hugræn atferlismeðferð (HAM)
-
Atferlisþjálfun
-
PMT uppeldisráðgjöf
Menntun
-
Meðferðarnám í PMTO – foreldrafærni (brautskráning vorið 2019)
-
Cand. psych. nám í sálfræði (börn og unglingar) við Háskóla Íslands.
-
Bachelorgráða í sálfræði við Háskóla Íslands.
Námskeið og réttindi
Hanna hefur sótt ýmsar vinnustofur og ráðstefnur er varða greiningu og meðferð barna með frávik í þroska, hegðun og líðan.
Hanna hefur réttindi til þess að halda „Snillinganámskeið“ fyrir börn með ADHD, uppeldisnámskeiðið „Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar“, námskeiðið „Uppeldi barna með ADHD“, kvíðanámskeiðið „Klókir litlir krakkar“ og félagsfærninámskeiðið „PEERS“. Hún hefur einnig réttindi til þess að nota stöðluðu greiningarviðtölin „K-SADS“ og „ADIS“ við greiningarvinnu. Einnig hefur hún sótt ýmis námskeið er varða meðferð fyrir börn með þroskaraskanir td. „TEACH“, „Atferlisíhlutun“ og „CAT-kassinn“.
Rannsóknir
-
BS. rannsókn: ,,Stöndum saman: Beinar áhorfsmælingar á árangri eineltisforvarna í stuðningi við jákvæða hegðun."
-
Cand. psych. verkefni: ,,Tengsl skjánotkunar við svefnlengd í úrtaki íslenskra barna á aldrinum 10 til 18 ára."
