top of page
Erna Mýrdal Gunnarsdóttir
Sálfræðinemi

Erna er meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann Íslands og er hjá okkur í starfsnámi þessa önnina. Hún er að gera meistaraverkefni sitt undir stjórn Urðar Njarðvík og snýr það að tenglsum mótþróaþrjóskuröskunar við tilfinningastjórnun og hugrænni atferlismeðferð við hegðunarvanda ungra barna. Rannsóknin felst í athugun á notkun tilfinningastjórnunar sem stýribreytu í meðferð við mótþróaþrjóskuröksun. 

 

Erna hefur unnið ýmis störf með börnum og unglingum. Hún starfaði í fimm ár sem leiðbeinandi í félagsmiðstöð með miðstigi og unglingastigi. Ásamt hefðbundnum verkefnum í félagsmiðstöð sinnti hún verkefnum eins og sértæku hópastarfi með áherslu á sjálfstyrkingu og að efla jákvæða leiðtogahæfni hjá unglingum. Erna hefur einnig unnið sem stuðningsfulltúi með umsjón í Háteigsskóla.

Helstu áhugasvið Ernu í meðferð er meðal annars kvíðaraskanir, ADHD, foreldraráðgjöf og tilfinningavandi.

Erna nemi.jpeg

litlakms@litlakms.is - Síðumúli 13 - s: 571-6110

Upplýsingar og verð sem koma fram á vefnum geta breyst án fyrirvara

bottom of page