
Baldvin Logi Einarsson
Cand.psych
Baldvin útskrifaðist árið 2018 frá Háskóla Íslands með cand. psych gráðu á barna- og skólasálfræðilínu og hefur starfað á Litlu KMS frá árinu 2016 þar sem hann hefur sinnt greiningu og meðferð barna og ungmenna. Hann hefur haldið námskeið fyrir aðstandendur barna og ungmenna með kvíða og er í meðferðarteymi Litlu KMS fyrir ungmenni með þráhyggjuárátturöskun (OCD).
Áhugasvið í meðferð eru þráhyggjuárátturöskun, fælni og aðrar tilfinningaraskanir.
Menntun:
2018 Cand. psych gráða í sálfræði af barna- og skólasálfræðilínu Háskóla Íslands.
Lokaverkefni: Þýðing og forprófun á Áráttu- þráhyggjuviðtalinu Children‘s Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale.
2012 BS-gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands.
Lokaverkefni: Áhrif ADHD á aðlögunarfærni hjá börnum með einhverfurófsröskun
2009 Stúdentspróf frá Menntaskólanum Í Reykjavík
Starfsreynsla
2018- Sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni
2017-2018 Nemi í starfsnámi á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni
2017-2018 Klínísk þjálfun í Sálfræðiráðgjöf Háskólanema
2017 Ráðgjafi hjá Vinakoti
2013-2016 Sérkennari á leikskóla
2011-2013 Stuðningsfulltrúi á búsetukjarna fyrir geðfatlaða
2011-2012 Aðstoðarkennari við sálfræðideild Háskóla Íslands
2009-2011 Liðveitandi hjá félagsþjónustu Kópavogsbæjar
Námskeið og endurmenntun
Vinnustofa Robert Friedberg um að sérsníða hugræna atferlismeðferð að börnum og ungmennum - Custom-made CBT for youth: Fitting CBT to transdiagnostic clinical presentations (14 klst)
Leiðbeinendaréttindi á námskeiðinu SOS! – Hjálp fyrir foreldra (15 klst)
Vinnustofa Juliette Liber um hugræna atferlismeðferð við hegðunarvanda barna - Cognitive Behavioral Therapy for Children with Externalizing Disorders: Selection of Treatment Techniques, Impact of Therapeutic Processes, Monitoring of Progress and Evaluation of Outcome.(8 klst)
Réttindanámskeið fyrir Kiddie SADS greiningarviðtal fyrir börn (12 klst)
Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik (14 klst)
Tilfinningalæsi og seigla – aðferðir til að kenna börnum að þekkja tilfinningar og auka seiglu (6 klst)
Einstaklingsmiðað þjálfunarnámskeið í atferlisþjálfun (16 klst)
Skyndihjálp barna, unglinga og fullorðinna.
Námskeið um slysavarnir barna
Einnig hefur hann sótt ráðstefnur á sviði sálfræði og þjónustu við börn auk þess að birta rannsóknina The impact of attention deficit/hyperactivity disorder on adaptive functioning in children diagnosed late with autism spectrum disorder ásamt Kristjönu Magnúsdóttur, Evald Sæmundsen, Páli Magnússyni og Urði Njarðvík sem birtist í ritrýnda tímaritinu Research in autism spectrum disorders og vera meðhöfundur að erindi um sömu rannsókn á vorþingi Greiningar- og Ráðgjafarstöðvar.
