top of page
Rúna Halldórsdóttir
Sálfræðingur

Rúna lauk meistaranámi í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands vorið 2025 og sinnti starfsnámi sínu hjá okkur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Hún hefur unnið fjölbreytt störf með börnum, m.a. sem ráðgjafi í barnaverndarþjónustu Garðabæjar og forstöðukona í Garðahrauni.

 

Helstu áhugasvið Rúnu í meðferð eru meðal annars kvíða- og lyndisraskanir, foreldraráðgjöf og tilfinningavandi. 

 

Rúna vann meistaraverkefni hjá Urði Njarðvík sem fjallar um tengsl tilfinningastjórnunar og mótþróaþrjóskuröskunar. Verkefnið var hluti af umfangsmikilli langtímarannsókn Urðar á því hvort hægt sé að nota mat á tilfinningastjórnun til að velja meðferð við mótþróaþrjóskuröskun. Verkefnið fól í sér bæði greiningarviðtöl og meðferðarvinnu með börnum og foreldrum og hlaut Rúna veigamikla þjálfun og handleiðslu. 

 

Starfsreynsla:

2024-2025:      Litla Kvíðameðferðarstöðin, starfsnám

2024-2025:      Sálfræðiráðgjöf háskólanema, starfsþjálfun

Sumar 2024:    Ráðgjafi í Barnaverndarþjónustu Garðabæjar

2021 - 2023:    Forstöðukona Garðahrauns, sértækrar frístundar fyrir fötluð börn

2020 - 2021:    Verkefnastjóri sumarúrræða fatlaðra barna og ungmenna í Garðabæ

2020 - 2023:    Starfsmaður á skammtímavistun fyrir fötluð börn

2018 - 2019:    Starfsmaður á búsetukjarna fyrir fatlað fólk

 

Námskeið og ítarleg þekking:

2025: Bak við spegilinn, Bugl

2024: ADIS kvíðagreiningarviðtalið fyrir börn (Anxiety Disorders Interview Schedule for DSM-IV), Geðheilsumiðstöð barna

2023: Raddir lífsins eru margar: Skólaforðun, áskoranir og úrræði, Bugl.
2023: K-SADS námskeið hjá Bertrand Lauth og Guðmundi Ágústi Skarphéðinssyni.

2022: PEERS® for Preschoolers Certified Training Seminar, Endurmenntun HÍ

2022: Kvíði barna og unglinga fyrir fagaðila, Endurmenntun HÍ

2020: Verndari barnanna, Barnaheill

Rúna.jpg

litlakms@litlakms.is - Síðumúli 13 - s: 571-6110

Upplýsingar og verð sem koma fram á vefnum geta breyst án fyrirvara

bottom of page