top of page
Karen Embla Guðmundsdóttir
Sálfræðingur

Karen útskrifaðist úr meistaranámi í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands vorið 2023 og sinnti starfsnámi sínu hjá okkur á Litlu Kvíðameðferðastöðinni. Hún hefur sérstakan áhuga á meðferðarmálum barna og unglinga með ADHD, mótþróaþrjóskuröskun og annan hegðunar- og tilfinningavanda. Önnur áhugasvið í meðferð eru svefnvandi, áföll og kvíðaraskanir.
Meistararannsókn Karenar var fyrsta gagnasöfnun í stærri langtímarannsókn sem stýrð er af Urði Njarðvík og Lars-Göran Öst en hún felur í sér að skoða tilfinningastjórnun sem stýribreytu í hugrænni atferlismeðferð fyrir börn með mótþróaþrjóskuröskun. Karen framkvæmdi rannsókn sína undir leiðsögn dr. Urðar Njarðvík, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands. Rannsókn Karenar var slembuð klínísk samanburðarrannsókn á tveimur meðferðarúrræðum fyrir börn með mótþróaþrjóskuröskun þar sem tilgangurinn var að athuga hvort meðferðarviðtölin dragi úr einkennum röskunarinnar hjá börnunum og bæti því samhliða félagsfærni þeirra.


Meðferðarnálgun
Hugræn atferlismeðferð (HAM)
Atferlisþjálfun
PMT Barkley uppeldisráðgjöf

Menntun
2021-2023: M.Sc. gráða í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands. 
2018-2021: B.Sc. gráða í sálfræði við Háskóla Íslands.

 

Rannsóknir
M.Sc. rannsókn: Tengsl mótþróaþrjóskuröskunar og félagsfærni barna: Slembuð klínísk samanburðarrannsókn á áhrifum tveggja ólíkra meðferða (e. The association between oppositional defiant disorder and children's social skills: A randomized clinical trial on the effects of two different treatments).
B.Sc. rannsókn: Tengsl seiglu við einmanaleika og félagslega einangrun meðal eldra fólks (e. The association between resilience, loneliness and social isolation among older adults).
 
Starfsreynsla
2023 –             Litla Kvíðameðferðarstöðin, sálfræðingur
2022 –  2023   Sálfræðiráðgjöf háskólanema, starfsþjálfun
2022                Litla Kvíðameðferðarstöðin, starfsnám
2020 –  2021   Ás styrktarfélag, umönnunaraðili einstaklinga með fötlun.
2019 –  2020   Afleysingastofa Reykjavíkurbæ, umönunnaraðili í búsetuþjónustu
                        einstaklinga með geðraskanir og leiðbeinandi í leikskólum.
2019                Leikskólinn Sólborg, leiðbeinandi.
2018                Grunnskóli Bolungarvíkur, umönnunaraðili fyrir einstakling með fötlun í 9. bekk                            og stuðningsfulltrúi í 5. bekk.
2016 – 2017    Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar, umönnunaraðili í búsetuþjónustu
                        einstaklinga með fötlun og félagslegri liðveislu.

Námskeið og ítarleg þekking
2023: Raddir lífsins eru margar: Skólaforðun, áskoranir og úrræði, Bugl.
2022: K-SADS námskeið hjá Bertrand Lauth og Guðmundi Ágústi Skarphéðinssyni.
2022: Hvers vegna sofum við? Dr. Matthew Walker.
2022: Er syfja lúmskur skaðvaldur? Dr. Erna Sif Arnardóttir.
2022: Hvernig getum við brugðist við svefnvanda barna og ungmenna? Dr. Erlingur Sigurður Jóhannsson.
2022: Róandi lyf og svefnlyf - er langtímanotkun þeirra hættuleg? Lárus S. Guðmundsson, lyfja- og faraldsfræðingur.
2022: Svefn menning á Íslandi - sofa konur nóg? Dr. Erla Björnsdóttir.
2022: Hvernig sofa Íslendingar? Dr. Alma Möller, landlæknir

karen nemi.jpeg
bottom of page