top of page
Karen Embla Guðmundsdóttir
Sálfræðinemi*

Karen er meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands og var í starfsnámi á Litlu KMS. Lokaverkefnið hennar var undir leiðsögn dr. Urðar Njarðvík, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið felur í sér að skoða tilfinningastjórnun sem stýribreytu í hugrænni atferlismeðferð fyrir börn með mótþróaþrjóskuröskun: Slembuð klínísk samanburðarrannsókn. Helstu áhugasvið hennar í meðferð eru kvíðaraskanir, svefnvandi, áföll, hegðunar- og tilfinningarvandi.

*Karen hefur lokið öllum formlegum kröfum um útskrift sem sálfræðingur.

 

Menntun

2018-2021: B.Sc. gráða í sálfræði við Háskóla Íslands. Lokaverkefni: Tengsl seiglu við einmanaleika og félagslega einangrun meðal eldra fólks (e. The association between resilience, loneliness and social isolation among older adults)

  

Starfsreynsla

Sumar 2020 og sumar 2021: Ás styrktarfélag, umönnunaraðili einstaklinga með fötlun.

Mars 2019 – Nóvember 2020: Afleysingastofa Reykjavíkurbæ, vann á leikskólum sem leiðbeinandi og í búsetu hjá einstaklingum með geðraskarnir.

Sumar 2019: Leikskólinn Sólborg, sem leiðbeinandi

2018: Grunnskóli Bolungarvíkur, umönnunaraðili fyrir einstakling með fötlun í 9. bekk og sem stuðningsfulltrúi inn í 5. bekk.

Sumar 2018: Hlíf, dagdeild fyrir eldri borgara þar sem einnig eru þjónustuíbúðir aldraðra.

2016-2017: Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar, umönnunaraðili í búsetuþjónustu einstaklinga með fötlun og félagslegri liðveislu.

Sumar 2014: Körfubolta þjálfari, þjálfaði aldurshópa sex – tíu ára.

 

Námskeið og ítarleg þekking

2022: K-SADS námskeið hjá Bertrand Lauth og Guðmundi Ágústi Skarphéðinssyni.

2022: Hvers vegna sofum við? Dr. Matthew Walker.

2022: Er syfja lúmskur skaðvaldur? Dr. Erna Sif Arnardóttir.

2022: Hvernig getum við brugðist við svefnvanda barna og ungmenna? Dr. Erlingur Sigurður Jóhannsson.

2022: Róandi lyf og svefnlyf - er langtímanotkun þeirra hættuleg? Lárus S. Guðmundsson, lyfja- og faraldsfræðingur.

2022: Svefn menning á Íslandi - sofa konur nóg? Dr. Erla Björnsdóttir.

2022: Hvernig sofa Íslendingar? Dr. Alma Möller, landlæknir

karen nemi.jpeg
bottom of page