
Guðbjörg Björnsdóttir
Félagsráðgjafi
Guðbjörg útskrifaðist með MA gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda vorið 2015 og hefur frá þeim tíma unnið á BUGL, hjá Hafnarfjarðarbæ og núna síðast hjá Reykjavíkurborg. Guðbjörg hefur víðtæka reynslu af því að starfa með foreldrum barna.
Guðbjörg hefur veitt foreldrum barna stuðning í gegn um skilnað og eftir skilnað. Hún hefur kennt fjölda foreldranámskeiða þar sem foreldrar fá þjálfun í bættum samskiptum við börnin sín. Guðbjörg hefur tekið fjölda námskeiða sem miða að því að efla samskipti milli foreldra og barna, t.a.m. tenglsamiðaða fjölskyldumeðferð.
Starfsreynsla
Frá 2024 Félagsráðgjafi og meðferðaraðili í Grænuhlíð Fjölskyldumiðstöð
2021-2025 Félagsráðgjafi í Barna- og fjölskyldudeild Vesturmiðstöðvar hjá Reykjavíkurborg
2018-2021 Verkefnastjóri PMTO&SMT í Hafnarfirði
2015-2018 Félagsráðgjafi á göngudeild BUGL.
Menntun
Vor 2025 - COS (Circle of Security). Meðferð til að efla tengsl foreldra og barna.
Vor 2024 – VIG (Video interaction guidence). Meðferð til að efla tengsl foreldra og barna.
Janúar 2023 – ANP (Attachment, neurodevelopment and psychopathologi course).
Nóvember 2022 – MotC (meaning of the Child). Þriggja daga námskeið í að meta hvernig foreldrar tala um og líta á börnin sín og hlutverk þeirra sem uppalendur.
Júní 2018 – PMTO meðferðarnám
September 2017 – ABFT (Attachment based family therapy, Level 2). Framhaldsnámskeið í tengslamiðaðri fjölskyldumferð.
Apríl 2016 – ABFT (Attachment based family therapy, Level 1). Grunnnámskeið í tengslamiðaðri fjölskyldumeðferð.
Desember 2015 – PEERS. Námskeið sem veitir leyfi til að kenna 14 vikna félagsfærninámskeið fyrir börn og ungmenni á einhverfurófi.
