top of page
Stefán Þorri Helgason
Sálfræðingur

Stefán útskrifaðist úr meistaranámi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík í júní 2023 og sinnti hann starfsnámi sínu hjá okkur á Litlu Kvíðameðferðastöðinni. Lokaverkefni hans var hjá Laugarásnum, meðferðargeðdeild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi og felst í árangursmati á samþættri vímuefnameðferð sem byggir á fræðum hugrænnar atferlismeðferðar og áhugahvetjandi samtals samhliða hefðbundinni meðferð við geðrofseinkennum.  


Hans helstu áhugasvið í meðferð eru félagskvíði, fælni, lágt sjálfsmat, ADHD, hegðunarvandi, tilfinningastjórnun, almenn kvíðaröskun og ofsakvíði. 
 
Menntun og þjálfun

2021-2023: M.Sc. gráða í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

Lokaverkefni: Áangursmat á samþættri vímuefnameðferð sem byggir á fræðum hugrænnar atferlismeðferðar og áhugahvetjandi samtals samhliða hefðbundinni meðferð við geðrofseinkennum.  

2020-2021: Viðbótardiplóma í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands  
2017-2020: B.Sc. gráða í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni: Verndandi þættir innan foreldrahlutverksins í tengslum við hegðunarvanda ungmenna með ADHD (Behavioral problems associated with an adolescent's ADHD symptoms and the family role as a possible protective factor). 
 
Starfsreynsla  
2019-2023: Klettabær, félagslegur stuðningur og ráðgjöf. 
2019-2020: Háskólinn í Reykjavík, spyrill í rannsókninni Geðheilsa karla og kvenna á Íslandi. 
2014-2019: Vinakot, félagslegur stuðningur og ráðgjöf. 

 

Félagsstörf og önnur námskeið  
2020-2021: Rauði Krossinn, félagslegur stuðningur fyrir einstaklinga sem lokið hafa afplánun og eru að reyna að finna sinn stað í samfélaginu. 
2019: Hugrún geðfræðslufélag, fræðslunámskeið til að gerast fræðari. 

StefanÞorri.jpg
bottom of page