top of page
Sturla Brynjólfsson
Sálfræðingur

Sturla útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2018. Hann var í starfsþjálfun hjá Miðgarði þjónustumiðstöð, Reykjalundi og Þroska- og hegðunarstöð. Í starfi sínu á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni sérhæfir Sturla sig í meðferð við kvíða, tilfinninga- og hegðunarvanda ásamt því að sinna greiningum á frávikum í taugaþroska. Sturla starfar einnig fyrir Litlu Kvíðameðferðarstöðinni sem skólasálfræðingur hjá Vesturbyggð og Tálknafirði þar sem hann sinnir ráðgjöf til foreldra og kennara ásamt því m.a. að greina frávik í taugaþroska (t.d. ADHD, einhverfa, frávik í greind). Þá er Sturla einnig einn af þáttastjórnendum hlaðvarpsins Kvíðakastið sem fjallar um hin ýmsu málefni tengd sálfræðinni. Einnig hefur Sturla verið að sérhæfa sig í Díalektískri atferlismeðferð (DAM) og meðferð átraskana. Hann er í DAM teymi Litlu KMS. Sturla vinnur með börn og ungmenni á öllum aldri, en hefur þó sérstakan áhuga á uppeldisráðgjöf og meðferðarvinnu tengda félagskvíða, almennri kvíðaröskun, sjálfsmyndarvinnu og tilfinningavanda.

 

Starfsreynsla

2020 -              Sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni

2018-2020       Sálfræðingur á Þroska- og hegðunarstöð

2018                Starfsnám á Þroska- og hegðunarstöð

2017                Starfsnám á Reykjalundi og Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness

2017                Leiðbeinandi á Leikskólanum Fífuborg

2013-2016       Stuðningsfulltrúi í búsetukjarna fyrir einhverfa

 

Menntun

2018                Cand. psych. gráða í sálfræði, Háskólinn í Reykjavík

2016                BS gráða í Sálfræði við Háskólann í Reykjavík

2011                Diplóma í leikstjórn/framleiðslu frá Kvikmyndaskóla Íslands

2008                Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands, félagsfræðibraut

 

Námskeið og réttindi

Sturla hefur réttindi og reynslu til að halda ýmis námskeið og hópmeðferðir. Hann hefur haldið uppeldisnámskeiðið uppeldi sem virkar þar sem foreldrar læra m.a. aðferðir til að styrkja eigin hæfni í foreldrahlutverkinu. Námskeiðið Vinasmiðjuna sem snýr að því að efla félagslega færni barna á einhverfurófinu. Námskeiðið Snillingarnir sem er fyrir börn með ADHD þar sem lögð er áhersla á að auka færni í félagslegum samskiptum, skapstillingu og sjálfsstjórn. Taktu pláss! hópnámskeiðið við félagskvíða og klókir krakkar, kvíðanámskeið fyrir foreldra og börn.

Sturla hefur sótt ýmsar vinnustofur og ráðstefnur er varða greiningu og meðferð barna, m.a. 2018 Annual International Conference on Attention-deficity/hyperactivity disorder (ADHD), 12th Autism-Europe International Congress og European association for behavioural and cognitvie therapies (2022).

Stulli_nytt.jpg
bottom of page