Tómas Daði Bessason
Sálfræðingur
Tómas Daði lauk meistaranámi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík í júní 2023 og sinnti starfsnámi sínu hjá okkur á Litlu Kvíðameðferðastöðinni.
Í lokaverkefni sínu skoðaði hann árangur og hagkvæmni tveggja vikna námskeiðs fyrir háskólanemendur um frestunaráráttu og leiðir til að takast á við hana. Námskeiðið var hannað af honum og leiðbeinanda hans út frá gagnreyndum námskeiðum í hugrænni atferlismeðferð.
Áhugasvið í meðferð eru kvíði, félagskvíði, þráhyggjuárátturöskun, lágt sjálfsmat, tilfinningavandi, frammistöðuvandi og einnig sinnir hann foreldraráðgjöf.
Menntun
2021 – 2023 MSc í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni: Árangur og hagkvæmni fjögurra vikna námskeiðs fyrir háskólanemendur um frestunaráráttu.
2016 – 2019 BSc í sálfræði við Háskóla Íslands. Lokaverkefni var rannsókn í íþróttasálfræði: The effects of written goals on performance. Comparing Written and Unwritten Goals.
Starfsreynsla
2022 Fangelsismálastofnun - Starfsnám
2022 Meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma – Sumarstarf
2019 – 2021 Klettabær – Deildarstjóri
2019- 2021 Klettabær - Trúnarmaður starfsmanna í sameyki
2018 – 2019 Klettabær – Ráðgjafi
2013 – 2016 Frístundarheimili - Leiðbeinandi
Námskeið og endurmenntun
Tómas sækir reglulega einstaklings handleiðslu og hóphandleiðslu. Áður hefur hann sótt handleiðslu hjá Dr. Eric Storch.
Greining og meðferð við þráhyggju- og árátturöskun | Brynjar Halldórsson – Endurmenntun | september 2024
Vinnustofa um kulnun | Linda Bára Lúðvíksdóttir | janúar 2023
Staðlað mat og viðbrögð við sjálfsvígshættu fyrir heilbrigðisstarfsmenn | Arna Birgisdóttir LSH | janúar 2023
Vinnustofa um sorg og sorgarúrvinnslu | Jay Andersen | nóvember 2022
Vinnustofa um sjálfsvirðingu | Melanie J. V. fennell | apríl 2022
Vinnustofa um meðferð við OCD | Paul Salkovskis | mars 2022
Vinnustofa um Self Regulation CBT for Depression | Stephen Barton | mars 2022
Foreldramiðað HAM | Brynjar Haldórsson | febrúar 2022
Trúnaðarmenn Sameykis -Samþætting starfs og einkalífs – Vefnám og Samskipti á vinnustað.