Inga Wessman
MSc/Cand. psych
Inga er einn af eigendum Litlu KMS sálfræðiþjónustu ásamt Steinunni Önnu Sigurjónsdóttur, Sóleyju Dröfn Davíðsdóttur og Sigurbjörgu Ludvigsdóttur sem einnig reka ,,stóru“ Kvíðameðferðarstöðina (KMS).
Inga útskrifaðist frá Háskóla Íslands með MSc gráðu árið 2015 og Cand.psych gráðu árið 2016. Inga var nemi á rannsóknar- og meðferðarstofu Mörshu Linehan, upphafskonu Díalektískrar atferlismeðferðar (DAM).
Inga hlaut þjálfun hjá Sálfræðiráðgjöf háskólanema og var í starfsþjálfun á KMS.
Einnig var Inga í starfsþjálfun á McLean spítala, Harvard Medical School og sinnir nú rannsóknum við spítalann (research fellow).
Inga er starfsmaður (faculty) hjá Behavioral Tech Institute sem sér um að þjálfa meðferðaraðila í DAM á heimsvísu.
Hún starfaði sem atferlisþjálfi fyrir börn með einhverfu þrjú ár.
Inga hefur kennt við sálfræðideild við Háskóla Íslands og sinnir rannsóknarvinnu.
Meðferðarnálgun
Hugræn atferlismeðferð (HAM)
Díalektísk atferlismeðferð (DAM)
Meðferð sem einblínir á sátt og að lifa lífinu í samræmi við lífsgildi sín (Acceptance and commitment therapy, ACT)