Sálfræðingar Litlu KMS sinna þessum vanda:
-
Kvíði
-
Aðskilnaðarkvíði
-
Almenn kvíðaröskun
-
Ofsakvíðaköst
-
Víðáttufælni
-
Félagsfælniröskun
-
Frammistöðukvíði
-
Samskiptakvíði
-
Áráttu- þráhyggjuröskun (OCD)
-
Áföll / áfallastreituröskun
-
Heilsukvíði
-
Fælni s.s. dýr, myrkur, þrengsli, lyftur, flugvélar, tannlæknar, blóð-og sprautufælni, ælufælni o.s.frv.
-
Vægt til miðlungs þunglyndi
-
Reiði
-
Sjálfsskaði
-
Almenn vanlíðan
-
Skólakvíði og forðun
-
Fullkomnunarárátta
-
Börn/ungmenni sem eru félagslega einangruð
-
Börn/ ungmenni sem eru of háð tölvu, síma eða sjónvarpi
-
Lágt sjálfsmat
-
Börn með ADHD
-
Foreldrastuðningur/uppeldisráðgjöf
-
Greindarprófun
-
Mat á ADHD
Á LitluKMS eru einnig ýmiss hópmeðferðarúrræði í gangi hverju sinni. Slík úrræði fela í sér litla hópa sem vinna undir handleiðslu tveggja sálfræðinga og þarf tilvísun eða greiningarviðtal hjá sálfræðingi LitluKMS til þess að skrá barn eða ungmenni í hópmeðferð.
Sjá nánar hér
Á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni fá börn og aðstandendur þeirra greiningu, ráðgjöf og meðferð.
Í mörgum tilvikum taka stéttarfélög þátt í að niðurgreiða sálfræðikostnað. Það er misjafnt hve marga meðferðartíma fólk þarf og ræðst það af eðli vandans.
Öll viðtöl miðast við 40 - 50 mínútur.
Afbóka þarf viðtalstíma með sólarhringsfyrirvara í síma: 571 6110 eða á netfangið litlakms@litlakms.is annars rukkar Litla KMS fyrir hálft viðtal.
Sálfræðingar LitluKMS notast við gagnreyndar aðferðir í allri meðferðarvinnu. Þær aðferðir byggja á kortlagningu og meðferðarramma hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Hugræn atferlismeðferð er sú meðferð sem sýnt hefur fram á bestan árangur í meðferð kvíðaraskana og margra annarra sálfræðilegra kvilla og vandamála. Í stuttu máli má segja að aðferðin feli í sér að skoða samspil hugsana, hegðunar og tilfinninga og hvernig vítahringir myndast sem bæði framleiða vandamál og viðhalda þeim.
Á síðustu áratugum hefur mikil sérhæfing átt sér stað eftir því sem aðferðir HAM hafa verið þróaðar betur til þess að vinna með tilteknar raskanir. Athygli hefur fengið meira vægi í kortlagningum, sem og aðrir ferlar s.s. jórtur og leit að fullvissu.
Einnig hafa bæst við nýrri leiðir til að vinna með þetta samspil hugsana og hegðunar t.d. Acceptance and Commitment Therapy (ACT) og árvekni (Mindfullness) sem nýtast í mörgum tilfellum vel innan kenningarramma HAM.
Mikilvægt er að átta sig á því að þegar talað er um HAM meðferð getur það falið í sér margvíslegar aðferðir og mismikla sérhæfingu meðferðaraðila í tilteknum röskunum. HAM meðferð er mun meira en hugsanaskrár og pollýönnuleikur. Á LitluKMS leggjum við áherslu á að fá handleiðslu og kynna okkur nýjustu meðferðarnálganir í öllum kvíðaröskunum, áráttu þráhyggju, áfallastreituröskun og þunglyndi.
Félagskvíðaröskun
Félagskvíðaröskun lýsir sér í miklum ótta við að verða sér til skammar eða neikvæðu áliti annarra sem truflar barn eða ungmenni í margvíslegum aðstæðum. Þessi kvíði birtist yfirleitt bæði sem frammistöðukvíði og samskiptakvíði. Alengast er að félagskvíði byrji að verða vandamál hjá börnum uppúr 13 ára aldri en hann getur þróast fyrr eða seinna á lífsleiðinni. Þegar félagskvíði þróast í kjölfar eineltis eða áfalls sem vakti mikla skömm hjá skjólstæðing er mikilvægt að vinna með það sérstaklega sem hluta meðferðar. Það er eðlilegt að börn og unglingar séu feimin og óörugg á unglingsárum og óþarfi að hafa áhyggjur af því ef barnið lætur sig hafa flestar félagslegar athafnir og virðist hægt og rólega styrkjast í því sem það treystir sér til að gera í félagslegum aðstæðum. Dæmi um hegðun sem börn og unglingar þurfa að læra að takast á við eru:
-
Að svara símanum þegar ég veit ekki hver er að hringja
-
Að panta sjálf/ur á veitingastað, bóka tíma í klippingu eða skila mat/vöru
-
Að geta farið ein/n í verslunarmiðstöð eða út að borða
-
Að geta notað salerni annarsstaðar ein heima hjá sér
-
Að treysta sér til að svara spurningum eða spyrja spurninga tíma
-
Að geta tekið þátt í hópavinnu og haldi fyrirlestra í skólanum
-
Að þora að vera ósammála
-
Að ráða við að rekast á kunningja í búð eða úti á götu og geta heilsað
-
Að treysta sér til að skrifa skoðun á fésbók eða birta af sér mynd
-
Að hafa frumkvæði að félagslegum samskiptum við jafnaldra og geta myndað ný vinatengsl
-
Að treysta sér til þess að sækja um atvinnu og sjá um það á eigin spýtur að mæta og láta vita af veikindum eða forföllum
-
Að treysta sér til þess að ganga inn í tíma þó sért of sein/n
-
Að treysta sér í samskipti við kennara / yfirmenn
Meðferð við félagskvíðaröskun á LitluKMS byggir á félagskvíðalíkani Clarks og Wells, 1995. Meðferð við félagskvíða byggð á því líkani hefur fyrst og fremst verið þróuð fyrir fullorðna og ungmenni en nýlegar rannsóknir benda til þess að líkanið gagnist einnig unglingum. Almennt er meðferðin sambærileg og hefðbundin meðferð félagskvíða sem þróuð hefur verið af barnasálfræðingum (sjá m.a. Rapee eða Kendall). Meðferðin tekur þó mun meira tillit til athygliþátta og leggur áherslu á að aðgreiningu þess að efla félagsfærni og bjargráð annars vegar og þróun forðunar og öryggisráðstafana hins vegar.
-
Ofsakvíðaröskun og víðáttufælni
-
Áráttu og þráhyggjuröskun
-
Almenn kvíðaröskun
-
Díalektísk atferlismeðferð (DAM)
-
Áfallameðferð
-
EMDR (eyemovement desensitization and reprocessing)
-
TF – CBT (trauma focused cognitive processing therapy)
-
CPT (cognitive processing therapy)