top of page
Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir
meistaranemi í hagnýtri atferlisgreiningu

Sigurlaug Rún mun ljúka meistaranámi í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskóla Íslands í júní 2024. Meistaraverkefni hennar er unnið undir handleiðslu Dr. Zuilmu Gabríelu Sigurðardóttur og snýr að því að skoða áhrif fimiþjálfunar (Precision Teaching) á framfarir í lesfimi barna. Sigurlaug mun sinna málum barna sem sýna krefjandi hegðun í skóla eða skólahöfnun og mun fara inn í skólann í áhorf ef þarf, funda með starfsfólki og setja upp aðgerðaráætlun, fylgja því eftir og meta árangur þess.

Eins mun hún sinna uppeldisráðgjöf til foreldra barna með hegðunarvanda og getur farið heim til fjölskyldna til að fylgjast með og innleiða hegðunarprógröm, umbunarkerfi og þess háttar.

 

 

Starfsreynsla:

2023               Staðfæring á lestrarkennsluforritinu Graphogame.

2023               Námsefnisgerð hjá Menntamálastofnun.

2022 – 2023 Starfsnám í hagnýtri atferlisgreiningu; í Urriðaholtsskóla, Klettaskóla og Leikskóla Seltjarnarness.

2015 – 2022 Deildarstjóri stoðþjónustu við Grunnskólann austan Vatna.

2013 – 2022 Deildarstjóri við starfsstöð Grunnskólans austan Vatna á Hólum.

2006 – 2013 Umsjónarkennari við Grunnskólann austan Vatna, á yngsta stigi og miðstigi.

 

Menntun:

Vor 2014          M.Ed. í menntunarfræði með áherslu á lestrarfræði frá Háskólanum á Akureyri.

Vor 2006          B.Ed. í grunnskólakennarafræði frá Háskólanum á Akureyri.

Vor 2003          Stúdentspróf frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.

Vor 1997          Sjúkraliðapróf frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.

 

Námskeið:

2018                 Námskeið í PALS lestri fyrir 2.-6. bekk. Sísl – sérfræðingateymi í samfélagi sem 
                         lærir.

2018                 Cat kassinn. Símenntun Háskólans á Akureyri.

2017                 Kvíði barna og unglinga: Hagnýtar leiðir. Símenntun Háskólans á Akureyri.

2017                 Íslenski málhljóðamælirinn. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur.

2016                 Talgervlar og tækni í lestri og ritun. Símenntun Háskólans á Akureyri.

2015                 Logos – námskeið í fyrirlögn, yfirferð og túlkun á Logos greiningartæki fyrir
                         dyslexíu og aðra lestrarerfiðleika. Lexometrica.

2015                 ART námskeið. ART-teymið á Suðurlandi

2015                 Leið til læsis. Símenntun Háskólans á Akureyri.

2012-2014       Leiðtoganám í byrjendalæsi. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.

2010-2012       Þróunarstarf í Byrjendalæsi. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.

2012                 Gerd Strand Huglægur matslisti. Guðjón E. Ólafsson.

2010                 PMT Foreldrafærni. Skólaskrifstofa Skagafjarðar.

Silla.jpg
bottom of page