top of page
Vala Thorsteinsson
Sálfræðingur, Cand. psych.

Vala útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Universiteit van Amsterdam og hlaut starfsréttindi árið 2012.

 

Vala var í starfsþjálfun á göngudeild geðdeildar Landspítalans við Hringbraut. Hún vann sem atferlisþjálfi barna með einhverfu meðfram námi og sem sérkennslustjóri á leikskóla rétt eftir útskrift. Frá 2015 til 2018 starfaði Vala sem sálfræðingur í Forvarnar- og meðferðarteymi barna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hún sinnti fjölbreyttum vanda barna og unglinga, samhliða því átti hún stofudag hjá Sálfræðingunum Lynghálsi. Vala hóf störf á litlu KMS vorið 2018.

 

Vala hefur sérstakan áhuga á meðferð áfallamála og er í áfallateymi Rauða kross Íslands.

Hún situr einnig í fræðslunefnd Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

IMG-3703_edited.jpg
Meðferðarnálgun

Hugræn atferlismeðferð (HAM)

Áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð (Trauma-focused cognitive behavioral therapy)

Endurmenntun

Vala sækir reglulega áfallahandleiðslu hjá Sigríði Karen Bárudóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði sem og handleiðslu hjá Dr. Eric A Storch sem sérhæfir sig í meðferð barna, unglinga og fullorðinna með þráhyggjuárátturöskun (OCD) og kvíðaraskana.

Áður hefur hún sótt handleiðslu m.a. hjá Dr. Robert Freidberg, Dr. Melisa Robichaud og Dr. Samuel Hubley.

 

2024 Vinnustofa fyrir handleiðara (3,5 klst). A Brief Introduction to CBT Supervision með  Dr. Helen Kennerley, University of Oxford, OCTC (Oxford Cognitive Therapy Centre).

2024 Áföll og endurhæfing. Ráðstefna (3,5 klst) á vegum Félags sjúkraþjálfara fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með fólki með sögu um um áföll.

2023 Complex Trauma and Dissociation: Effectively Treating “Parts” námskeið um flókin áföll og hugrof með Kathleen Martin.

2019 Námskeið í notkun EMDR áfallameðferðar fyrir börn og unglinga. The Child and Adolescent EMDR training. - Renée Beer, EMDR Europe Child and Adolescent Trainer.

2018  Námskeið í EMDR áfallameðferð, level 1

2017  Custom-made CBT for youth: Fitting CBT to transdiagnostic clinical presentations, Robert Friedberg

2017  Evrópuráðstefna um hugræna atferlismeðferð

2017  Pre-congress workshop: Experiencing strengths-based CBT from the inside out: A self-practice/self-reflection workshop              for therapists, James Bennett-Levy

2017  Trauma-Focused Cognitive Behavioral Therapy (TF-CBT) Training and Implementation Support, Monica Fitzgerald

          + 12 handleiðslutímar með Monicu Fitzgerald

2017  Compassionate Mind Training, Paul Gilbert og Margrét Arnljótsdóttir

2017  Siðareglunámskeið Sálfræðingafélags Íslands

2017  Hugræn meðferð við þunglyndi, Dan Strunk

2016  Dialectical Behaviour Therapy for Self-injurious Adolescents, Dr. Cynthia Ramirez

2016  Íslensk-frönsk ráðstefna um barna- og unglingageðlæknisfræði - Um myndun og þróun geðraskana frá bernsku til                        fullorðinsára

2016  Örnámskeið í notkun DAM, Díalektískrar atferlismeðferðar, Patricia Gieselman og Margrét Bárðardóttir

2016  Dialectical Behavioral Therapy Skills with Multi-Problem Adolescents: Skills Update, Teaching Strategies, and Engaging              Teens and Caregivers, Jill Rathus and Alec Miller

2016  Árleg ráðstefna Barna- og unglingageðdeildar LSH

2014  Námskeið/réttindi fyrir Íslenska Þroskalistann

2014  Clinical Skills in Suicide Assessment and Intervention, Darcy Haag Granello og Paul F. Granello

2011  Vinnustofa um áfallahjálp, Berglind Guðmundsdóttir

bottom of page