top of page

Þetta námskeið er ætlað unglingum og ungmennum sem finna fyrir 

depurð og ánægjuleysi ásamt öðrum einkennum þunglyndis.

Það er eðlilegt að upplifa depurð og ánægjuleysi í lífinu en stundum

kemur það í veg fyrir að hægt sé að sinna daglegum verkefnum og/eða

njóta lífsins á nokkurn hátt.

Á námskeiðinu verður meðal annars unnið með eftirfarandi:

  • Hvað er þunglyndi og hvernig birtist það?

  • Hvað viðheldur þunglyndi?

  • Lífsgildi og markmið

  • Að læra lifa lífi sem er þess virði að lifa því

  • Endurmat og árvekni

  • Atferlisvirkjun, skráning og skipulagning

Námskeiðið er samtals 11 skipti, 2 klst í senn á mánudögum frá 15:00-17:00 og fimm opnir stuðningshópar (alls 32 klst). Kennt er vikulega í 10 skipti og svo er lokatími fjórum vikum seinna. Opni stuðningshópurinn er í boði bæði á meðan námskeiði stendur  og svo ókeypis í fimm skipti eftir að námskeiði lýkur.

Opnir stuðningshópar: 

 

Við verðum með opna stuðnings- og eftirfylgdarhópa sem haldnir verða á hverjum fimmtudegi í allan vetur, frá 16.30-18:30. 

 

Hópurinn er hugsaður fyrir alla sem eru að sitja námskeið hjá okkur og vilja auka stuðning, misstu úr tíma eða langar að hitta aðra unglinga sem eru að vinna í eigin geðrækt.

Engin sérstök skráning er í hópinn, þú mætir bara.

Á meðan námskeiði stendur mega skjólstæðingar Litlu KMS sækja opna stuðnings-og eftirfylgdartíma sér að kostnaðarlausu. Í kjölfar námskeiðs er gert ráð fyrir að skjólstæðingar mæti í 5 skipti í opna stuðnings- og eftirfylgdartíma ókeypis.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 14 manns.​

Verð:

Frístundastyrkur

Litla KMS hefur gert samning við Reykjavíkurborg um frístundastyrk. Einstaklingar 18 ára (á árinu) og yngri geta nýtt frístundastyrk að fullu (allt að 50.000 kr).

Ekki er hægt að skrá sig beint á námskeiðið. Panta þarf fyrst greiningarviðtal hjá sálfræðingi til þess að meta hvort að þetta tiltekna úrræði henti vanda viðkomandi best og sé líklegt til árangurs. Greiningarviðtal getur leitt í ljós að önnur úrræði henti betur t.d. einstaklingsviðtöl eða önnur námskeið.

Til þess að skrá sig á námskeið hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni þarf að byrja á að óska eftir greiningarviðtali. Hægt er að panta greiningarviðtal á www.litlukms.is (panta tíma) eða á netfanginu litlakms@litlakms.is.

 

Við mælum með því að þú skrifir í lýsingu eða skilaboð að þú sért að velta fyrir þér þessu námskeiði þar sem námskeið kunna að fyllast.

Greiningarviðtal kostar 18.900 kr og er ekki innifalið í námskeiðsverði. Hægt er að óska eftir að nemi taki greiningarviðtal og kostar það þá 9.450. Nemar á Litlu KMS eru á lokaári í klínískri sálfræði við HÍ eða HR og eru fullfærir til þess að taka slíkt viðtal.

Greiningarviðal er til þess að fara yfir vanda barns/ungmennis og meta þjónustuþörf og hvort tiltekið námskeið henti best eða hvort önnur úrræði séu vænlegri til árangurs. Í slíkum tilvikum ráðleggjum við ýmist einstaklingsviðtöl, önnur námskeið eða vísum málum áfram á aðra meðferðaraðila eða stofnanir sem við teljum að séu með úrræði sem henti betur.

Ef tilvísun berst frá öðrum sálfræðingi, barnalækni/geðlækni eða sambærilegum meðferðaraðila/stofnun kemur til greina að skrá beint á námskeið, þá er best að viðkomandi meðferðaraðili eða stofnun hafi samband á litlakms@litlakms.is eða í síma 571-6110.

Betra líf

bottom of page