Opnir tímar fyrir alla sem hafa sótt meðferð eða námskeið
á Litlu KMS
Þessir tímar eru opnir og ósérhæfðir stuðnings- og eftirfylgdartímar.
Tímarnir eru í umsjá nema við Litlu KMS og undir ábyrgð handleiðara.
Tímarnir geta bæði verið vettvangur til leita ráða við bakslögum, fá
stuðning við áframhaldandi geðrækt eða bara félagsskapur og jafningja-
stuðningur.
Þriðjudagar frá 16.00 - 17.30
Með fyrirvara um breytingar
Athugið að frídagar, sumarleyfi og fleira getur haft áhrif á dagsetningar tíma.
Þátttakendur fá blað með dagsetningum við lok hópmeðferðar/námskeiða.
Hver tími verður sniðinn eftir fjölda, aldri og þörfum þeirra sem mæta. Gert er ráð fyrir að hægt sé að skipta hópnum í eldri og yngri hóp og jafnvel eftir áhugasviði/þörfum.
Dæmi um innihald tíma:
- Tækifæri til þess að hitta eða kynnast öðrum unglingum / ungmennum
-t.d. spjalla, spila, fara á kaffihús o.fl.
- Upprifjun úr efni námskeiða
- Ný innlegg frá sálfræðinemum
- Horft á gagnlegan fyrirlestur eða bent á gagnlegar heimasíður/öpp sem snúa að geðrækt
- Umræða um efni sem valið er af þeim sem mæta hverju sinni
- Hjálp við að komast uppúr bakslagi
- Persónuleg aðstoð við að hanna atferlistilraun eða setja sér markmið
- Stuðningur við að opna Mentor eða svara tölvupósti/FB skilaboðum
- Stuðningur við að byrja á ritgerð eða öðru verkefni sem búið er að fresta ítrekað
- Minni hópar setja sér markmið um að gera eitthvað utan tímans
- Heimsókn frá gestafyrirlestara sem hefur reynslu eða þekkingu á umræðuefninu
- Sjálfsstyrkingarvinna
Engin krafa er um að tala fyrir framan aðra eða deila reynslu með hópnum nema viðkomandi óski þess.
Velkomið að mæta bara stutt og fá smá pepp eða hlusta á aðra og fara svo.
Tímarnir eru að mestu í umsjá nema á lokaári í klínískri sálfræði við HÍ/HR með handleiðslu og stuðningi sálfræðinga á Litlu KMS.
Félagsmiðstöðin er rekin af nemum á lokaári í klínískri sálfræði (undir handleiðslu sálfræðinga eftir þörfum). Hægt er að bjóða upp á þetta úrræði án endurgjalds svo lengi sem við höfum aðgang að nemum. Tímar geta fallið niður ef nemar forfallast og eins gæti þurft að taka vægt gjald fyrir mætingu í félagasmiðstöð séu nemar ekki á staðnum til að sjá um úrræðið.