Þetta námskeið er ætlað unglingum í 8.-10. bekk: tímasetningar eru
háðar skráningarfjölda hverju sinni. Hægt að skrá sig á lista.
Á námskeiðinu verður meðal annars unnið með eftirfarandi:
-
Hvað er þunglyndi og hvernig birtist það?
-
Hvað er kvíði og hvernig birtist hann?
-
Hvað viðheldur þunglyndi og kvíða?
-
Lífsgildi og markmið
-
Lágt sjálfsmat
Námskeiðið hentar þeim sem finna fyrir vægum til miðlungs miklum kvíða eða depurð og vilja læra leiðir til að hafa áhrif á líðan sína. Á námskeiðinu er veitt fræðsla um kvíða og depurð, farið yfir tengsl hugsana, hegðunar og tilfinninga og þátttakendum kenndar leiðir til að draga úr áhyggjum og takast á við það sem vekur kvíða.
Námskeiðið er samtals 2 skipti, 6 klst í senn og kennt frá 9:00-15:00. Foreldrafræðsla (1 klst í hóp) er í boði áður en námskeið hefst og hvetjum við foreldra/forráðamenn til að nýta sér það.
Opnir stuðningshópar:
Við verðum með opna eftirfylgdarhópa sem haldnir verða á hverjum miðvikudegi eftir að námskeiðið klárast, frá 16.00-17:30.
Hópurinn er hugsaður fyrir alla sem sitja námskeið hjá okkur og vilja auka stuðning, misstu úr tíma eða langar að hitta aðra unglinga sem eru að vinna í eigin geðheilsu.
Engin sérstök skráning er í stuðningshópinn, þú mætir bara.
Verð: hafið samband
Frístundastyrkur
Litla KMS hefur gert samning við Reykjavíkurborg um frístundastyrk. Einstaklingar 18 ára (á árinu) og yngri geta nýtt frístundastyrk að fullu.
Ekki er hægt að skrá sig beint á námskeiðið. Panta þarf fyrst greiningarviðtal hjá sálfræðingi til þess að meta hvort að þetta tiltekna úrræði henti vanda viðkomandi best og sé líklegt til árangurs. Greiningarviðtal getur leitt í ljós að önnur úrræði henti betur t.d. einstaklingsviðtöl eða önnur námskeið.
Til þess að skrá sig á námskeið hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni þarf að byrja á að óska eftir greiningarviðtali. Hægt er að panta greiningarviðtal á www.litlukms.is (panta tíma) eða á netfanginu litlakms@litlakms.is.
Við mælum með því að þú skrifir í lýsingu eða skilaboð að þú sért að velta fyrir þér þessu námskeiði þar sem námskeið kunna að fyllast.
Greiningarviðtal er ekki innifalið í námskeiðsverði. Hægt er að óska eftir að nemi taki greiningarviðtal og kostar það þá minna. Nemar á Litlu KMS eru á lokaári í klínískri sálfræði við HÍ eða HR og eru fullfærir til þess að taka slíkt viðtal.
Greiningarviðal er til þess að fara yfir vanda barns/ungmennis og meta þjónustuþörf og hvort tiltekið námskeið henti best eða hvort önnur úrræði séu vænlegri til árangurs. Í slíkum tilvikum ráðleggjum við ýmist einstaklingsviðtöl, önnur námskeið eða vísum málum áfram á aðra meðferðaraðila eða stofnanir sem við teljum að séu með úrræði sem henti betur.
Ef tilvísun berst frá öðrum sálfræðingi, barnalækni/geðlækni eða sambærilegum meðferðaraðila/stofnun kemur til greina að skrá beint á námskeið, þá er best að viðkomandi meðferðaraðili eða stofnun hafi samband á litlakms@litlakms.is eða í síma 571-6110.