
Námskeiðaröð Litlu KMS og Ljónshjarta
Fræðsla og verkfærakista fyrir ungmenni
á aldrinum16-20 ára sem eiga foreldri/forráðamann sem er
félagsmaður í Ljónshjarta.
Námskeiðaröð fyrir ungmenni 16-20 ára í Ljónshjarta sem vilja sækja sér
góð verkfæri inn í framtíðina, fræðast m.a. um sjálfsmynd, kvíða, tilfinningastjórn
og hugræna atferlismeðferð.
Námskeiðin verða haldin í húsæði Litlu KMS
í Síðumúla 13 í Reykjavík.
Skráning fer fram HÉR (næstneðsti skráningarglugginn) hjá Litlu KMS og
eru námskeiðin í boði Ljónshjarta.
Vinsamlegast takið fram hvaða námskeið þið viljið skrá ykkur á.
Hámarksfjöldi er á námskeiðin og biðjum við því fólk ekki að skrá sig nema vera
alveg visst um að það sjái sér fært að mæta.
Eftirfarandi námskeið eru í boði:
Vertu þú!
2x 2ja klst námskeið fyrir þá sem vilja efla sjálfsmynd sína og trú á eigin getu. Unnið verður að ýmsum verkefnum til að skilja og styrkja eigin sjálfsmynd.
Miðvikudagar, 21. og 28. janúar, kl: 17-19
Tilfinningastjórn
2x 2ja klst námskeið fyrir þá sem vilja fræðast um kvíða og aðrar tilfinningar og hvernig best er að bregðast við erfiðum tilfinningum.
Þriðjudagar 10. og 17. febrúar, kl: 17-19
HAM fræðsla
3ja klst námskeið þar sem farið verður í grunnatriði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) við að ná tökum á vanlíðan og fyrirbyggja vanda.
Laugardagur 21. febrúar, kl: 14-17
SKRÁ Á NÁMSKEIÐ (næstneðsti skráningarglugginn) - VINSAMLEGAST HAKIÐ VIÐ ÞAU NÁMSKEIÐ ÞIÐ VILJIÐ SKRÁ YKKUR Á.




