top of page
Fjögurra daga meðferð við Áráttuþráhyggju (ÞÁR)

Næsti hópur er áætlaður í lok september/byrjun október 2024.

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Þráhyggjuárátta (ÞÁR) eða Obsessive Compulsive Disorder (OCD) hrjáir um 1-2 % barna.

Flest öll börn fara í gegnum tímabil þar sem þau festast í ákveðinni hegðun s.s. að stíga ekki á strik eða verða að kyssa alla tvisvar góða nótt fyrir háttinn.

Ef áráttum fjölgar, tíminn sem fer í áráttur fer vaxandi eða merkja má aukið uppnám ef venjur eru truflaðar er ástæða til að meta hvort um þráhyggjuáráttu er að ræða. Þráhyggjur eru hvatinn að baki áráttum. Þær geta verið ímyndir um að eitthvað komi fyrir, hugsanir um að vera smitaður eða þörf til að rétta við eða raða hlutum.

Cute Cat

Fjögurra daga meðferðin við ÞÁR er ný útfærsla af HAM (ERP nánar tiltekið) við þráhyggju-og áráttu (OCD) sem dr. Gerd Kvale og dr. Bjarne Hansen sálfræðingar frá Helse Bergen (háskóla sjúkrahúsinu í Haukeland) hafa þróað.

Hefðbundin HAM meðferð við ÞÁR felur yfirleitt í sér 60-90 mín viðtöl/berskjöldun/atferlistilraunir, 1-2x í viku eins lengi og þarf (8-20 vikur). Meðferðin er árangursrík, en með töluverðu brottfalli og getur tekið langan tíma.

Mikið brottfall úr meðferð við ÞÁR er sennilega sú að kvíði/vanlíðan eykst tímabundið þegar farið er í berskjöldun/atferlistilraunir sem eru nauðsynlegur hluti af allri árangursríkri meðferð við ÞÁR). Annar vandi við meðferðina hefur verið skortur á sérþjálfuðum meðferðaraðilum til þess að veita sem besta HAM meðferð. 

Á KMS og Litlu KMS höfum við náð góðum árangri með hefðbundinni HAM við ÞÁR en okkar reynsla hefur líka verið sú að viðtöl falla auðveldlega niður (við getum verið veik eða skjólstæðingur o.s.frv.). Þá ílengist meðferðin og oft upplifa meðferðaraðilar og skjólstæðingar að verið sé að hjakka í sama farinu. Þá getur verið erfitt að átta sig á umfangi vandans við að hitta skjólstæðing í stuttan tíma í senn.

Bergenska fjögurra daga meðferðin

Niðurstaðan er sú að með því að taka ÞÁR fyrir á fjórum heilum intensífum dögum, má hámarka árangur og lágmarka óþægindi sem fylgja meðferðinni.

Á þann hátt verður ekkert brottfall og skjólstæðingur nær fullum tökum á vandanum á einni viku.

 

Meðferðin er í senn einstaklingsmeðferð (lágmark 1 sálfræðingur per skjólstæðing) og um leið hópátak (2-3 skjólstæðingar saman í báráttunni við ÞÁR). 

Að auki er nálgun þeirra Gerd og Bjarne á vandanum mjög 

einföld og auðskilin og mætti segja að þau séu búin að skilja hismið frá kjarnanum þegar kemur að meðferð við ÞÁR.

Við erum stolt af því að vera fyrsta landið sem fær að innleiða meðferðina utan Noregs. Sérstakt ÞÁR teymi hefur keyrt meðferðina á Kvíðameðferðarstöðinni (KMS) fyrir fullorðna undanfarið ár, undir handleiðslu Norðmanna. Frá haustinu 2018 mun þessi meðferð einnig verða í boði fyrir 11-18 ára börn og unglinga. Allt árangursmat og gæðaeftirlit er unnið af Helse Bergen til þess að tryggja að árangur hérlendis verði sambærilegur og þar úti. Árangur síðastliðinn vetur meðal fullorðinna er sambærilegur og í Noregi.

Hér er umfjöllun í NY Times um þessa nýju nálgun. Hér er nýleg rannsókn um árangur fjögurra daga meðferðarinnar fyrir börn og unglinga.

Nú er Harvard að óska eftir að fá þessa meðferð til USA, en við á KMS og litlu KMS erum fyrsta stöðin sem fær þjálfun í þessari meðferð utan við Noreg. Þeir í Noregi eru svo farnir að nota þessa uppsetningu og meðferðarnálgun á aðrar kvíðaraskanir með góðum árangri við ofsakvíðaröskun og félagskvíðaröskun og næst á döfinni hjá þeim er svo að prófa þetta við þunglyndi og almennri kvíðröskun.

Upplýsingar um meðferðina:

Hægt er að sækja um fjögurra daga meðferð við ÞÁR hér. Munið að taka fram að óskað sé eftir fjögurra daga meðferðinni (eða mati á ÞÁR einkennum ef þú ert óviss). Einnig er hægt að hringja í síma 571 6110 til þess að skrá í úrræðið. Athugið að ásókn í þessa meðferð er töluverð og því getur liðið einhver tími þangað til haft er samband. 

 

Að því búnu tekur við skimun þar sem gengið er úr skugga um hvort vandinn sé ÞÁR og hvort þessi meðferð gæti hentað. Ef svo reynist fer í gang nánara mat og undirbúningur fyrir hópmeðferðina. Þetta ferli getur verið 3-5 skipti hjá sálfræðing eða nema og kostnaður við það er ekki innifalin í verðlagningu á fjögurra daga meðferðinni.

Þegar liggur fyrir hvort meðferðin henti er viðkomandi skráður á biðlista fyrir næsta hóp eða vísað í annan hentugri farveg.

Næsti hópur er áætlaður í febrúar 2023

Verð:

- hafið samband fyrir nánari upplýsingar um verð og athugið að matsferlið inn í hópinn tekur um 4-6 klst og er ekki innifalið í verði námskeiðs. 

Vinsamlegast hafið samband fyrir heildarverð.

 

Hægt er að óska eftir raðgreiðslum eða nýta sér PEI til að dreifa greiðslu fyrir námskeið sem og matsferlið.

Við gerum ráð fyrir samstarfi við grunn- og framhaldsskóla fyrir þá nemendur sem sækja úrræðið.

Gert er ráð fyrir að forráðamenn (helst báðir ef svo ber við) séu lausir við þessa viku og taki sé frí frá vinnu eins og þarf til að sinna meðferðinni. Slíkt tekur mið að aldri og vanda hvers og eins og verður rætt við foreldra í matsferlinu.

bottom of page