top of page

Þessi meðferð er fyrir unglinga, ungt fólk og fullorðna 

sem eiga í miklum erfiðleikum með að stjórna

tilfinningum eins og reiði, kvíða, depurð, skömm og

afbrýðisemi. DAM meðferð er sérhönnuð fyrir alvarlegan 

tilfinningavanda sem fylgir oft hvatvísi í hegðun s.s.

sjálfsskaði, fíknivandi, skapofsaköst og sjálfsvígstilburðir.

Hópum er skipt eftir aldri.

Næstu hópar: 

Fullorðnir: Miðvikudagar frá 15-17 (hefst 21. febrúar)

Unglingar 15 ára og eldri / ungmenni: Fötudagar frá 14-16 (hefst 23. febrúar)

Þessar tilfinningasveiflur hafa margvísleg áhrif á hegðun og samskipti við fjölskyldumeðlimi, vini og kennara. Algeng birtingarmynd á vanlíðan hjá þeim sem gagnast þessi meðferð er:

  • Sjálfsskaði

  • Skapofsaköst

  • Samskiptaerfiðleikar

  • Tilfinningasveiflur

  • Vanlíðan birtist í stjórn- og hömluleysi

Við kvíða- og depurðarvandamálum er fyrsta val yfirleitt hugræn atferlismeðferð (HAM) og byggja önnur námskeið Litlu Kvíðameðferðarstöðvarinnar á henni. Meðferðin er hugsuð fyrir fólk með yfirgripsmeiri tilfinningavanda og hafa mörg þeirra áður reynt aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar en þær ekki dugað til.

Meðferðin er byggð á díalektískri atferlismeðferð (DAM) sem á ensku kallast dialectical behavioral therapy (DBT). Díalektísk atferlismeðferð er sú meðferð sem hefur verið hvað mest raunprófuð við tilfinningavanda hjá börnum og fullorðnum. Hún er ítarlegri og yfirgripsmeiri meðferð en hefðbundin hugræn atferlismeðferð þó þær byggi á sama grunni. Til að mynda er ráðlagt að sækja þessa meðferð 2-3x í viku miðað við önnur HAM úrræði sem kennd eru 1x í viku. Einnig er DAM meðferð yfirleitt keyrð í hópmeðferð samhliða einstaklingsmeðferð og yfir lengri tíma en hefðbundin HAM meðferð.

 

Meðferðin er því ekki sambærileg við önnur úrræði sem byggja á HAM.

Meðferðin verður keyrð í aldursskiptum hópum hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni og verður kennt einu sinni í viku í 16 vikur. Samhliða því eru svo einstaklingstímar vikulega eftir þörfum. 
Tveir sálfræðingar verða í hverjum tíma og hámarksfjöldi þátttakenda eru 12 í hverjum hópi.

Inga Wessman sálfræðingur stýrir meðferðinni. Inga hefur fengið sérstaka þjálfun í DAM í Bandaríkjunum. Hún var nemi á rannsóknar- og meðferðarstofu Mörshu Linehan, upphafskonu DAM. Einnig sinnti hún DAM meðferð á McLean spítala við Harvard háskóla en þeir eru með sérstakt DAM meðferðarprógramm. Inga er þar að auki hluti af þjálfunarteymi Behavioral Tech sem sér um alla þjálfun á DAM sálfræðingum.

Meðferðin varir í 16 vikur og er heildartími námskeiðs því 32 klst  (kr/klst).

Verð: Heildarupphæð fer eftir þörf á einstaklingsviðtölum samhliða og/eða eftir hópmeðferð. Getur verið misjafnt eftir einstaklingum. Vinsamlegast hafið samband fyrir heildarverð. 

Hámarksfjöldi í hóp eru 12.

ATH hægt að semja um greiðsludreifingu á þrjá gjalddaga.

Til þess að skrá sig á námskeið/hópmeðferð hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni þarf að byrja á að óska eftir greiningarviðtali. Hægt er að panta greiningarviðtal á www.litlakms.is (panta tíma) eða á netfanginu litlakms@litlakms.is. Við mælum með því að þú skrifir í lýsingu eða skilaboð að þú sért að velta fyrir þér þessari meðferð þar sem hópar kunna að fyllast.

Greiningarviðtal er ekki innifalið í heildarverði.

Greiningarviðtal er til þess að fara yfir vandann og meta þjónustuþörf og hvort tiltekin meðferð henti best eða hvort önnur úrræði séu vænlegri til árangurs. Í slíkum tilvikum ráðleggjum við ýmist einstaklingsviðtöl, önnur námskeið eða vísum málum áfram á aðra meðferðaraðila eða stofnanir sem við teljum að séu með úrræði sem henti betur.

Ef tilvísun berst frá öðrum sálfræðingi, barnalækni/geðlækni eða sambærilegum meðferðaraðila/stofnun kemur til greina að skrá beint á námskeið, þá er best að viðkomandi meðferðaraðili eða stofnun hafi samband á litlakms@litlakms.is eða í síma 571-6110.

Frístundastyrkur

Litla KMS hefur gert samning við Reykjavíkurborg, Kópavog, Mosfellsbæ og Hafnarfjörð um frístundastyrk. Einstaklingar 18 ára (á árinu) og yngri geta nýtt frístundarstyrk að fullu.

Tilfinningastjórn, samskiptafærni og streituþol (Díalektísk atferlismeðferð)
bottom of page