top of page

Tímasetning næsta námskeiðs fylgir eftirspurn.

 

Ef áhugi er fyrir hendi er best að senda tölvupóst á litlakms@litlakms.is og óska eftir því að vera settur niður á lista.

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá nemendur sem eiga í miklum erfiðleikum með að halda fyrirlestra eða koma fram á tónleikum. Farið verður í aðferðir til þess að draga úr kvíða í aðstæðunum sem byggja á meðferð við félagskvíða.

 

Námskeiðið er ekki hugsað sem úrræði fyrir félagskvíða sem truflar í mun fleiri aðstæðum. Við slíkum kvíða bendum við á námskeiðið Öryggi í samskiptum.

Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir nemendur á framhaldsskólastigi (16-20 ára).

Hóparnir verða einu sinni í viku í þrjú skipti (samtals 6 klst).

Námskeiðið verður haldið af tveimur sálfræðingum og hámarksfjöldi er 8 þátttakendur.

Verð:

Til þess að skrá sig á námskeið hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni þarf að byrja á að óska eftir greiningarviðtali. Hægt er að panta greiningarviðtal á www.litlakms.is (panta tíma) eða á netfanginu litlakms@litlakms.is. Við mælum með því að þú skrifir í lýsingu eða skilaboð að þú sért að velta fyrir þér þessu námskeiði þar sem námskeið kunna að fyllast.

Greiningarviðtal kostar 18.900 kr og er ekki innifalið í námskeiðsverði.

Greiningarviðal er til þess að fara yfir vanda barns/ungmennis og meta þjónustuþörf og hvort tiltekið námskeið henti best eða hvort önnur úrræði séu vænlegri til árangurs. Í slíkum tilvikum ráðleggjum við ýmist einstaklingsviðtöl, önnur námskeið eða vísum málum áfram á aðra meðferðaraðila eða stofnanir sem við teljum að séu með úrræði sem henti betur.

Ef tilvísun berst frá öðrum sálfræðingi, barnalækni/geðlækni eða sambærilegum meðferðaraðila/stofnun kemur til greina að skrá beint á námskeið, þá er best að viðkomandi meðferðaraðili eða stofnun hafi samband á litlakms@litlakms.is eða í síma 571-6110.

Fyrirlestrar/frammistöðukvíði

bottom of page