top of page

Vor 2024
​​

Næstu hópar: 

Fimmtudagana 11. og 18. apríl frá 17:15-19:15.
Athugið að sætapláss er takmarkað.

 

Ertu fastur í vítahring frestunar?

Ertu alltaf að fresta verkefnum í skólanum?

Áttu í erfiðleikum með að koma þér af stað?

Viltu skilja betur hvers vegna þú frestar ítrekað og fá verkfæri
til að vinna með það?

 

Hættu að fresta er nýtt námskeið fyrir unglinga og ungmenni á aldrinum 16-20 ára þar sem farið er yfir ástæður og vítahringi frestunaráráttu og verkfæri til að vinna með vandann. Farið er yfir mismunandi ástæður óhóflegrar frestunar og mynstur í hegðun og hugsun sem búa til vítahringi. Þátttakendum er hjálpað við að finna sín eigin óhjálplegu mynstur og kenndar aðferðir við að breyta þeim. Sem dæmi má nefna er farið í það hvernig á að auka skilvirkni, nýta sér hjálplegra hugarfar, hvernig hægt er að búta niður verkefni í smærri viðráðanleg verkefni og hvernig best er að setja sér markmið.

 

Námskeiðið er búið til og haldið af Tómasi Daða Bessasyni sálfræðingi á Litlu KMS en það var liður í
lokaverkefni hans til meistaranáms í sálfræði við Háskólann í Reykjavík núna í vor 2023.

Námskeiðið var prófað á háskólanemum með góðum árangri og var ánægja með það mikil.

Tómas mun nú bjóða upp á þetta námskeið á Litlu KMS og eru tveir hópar í boði haust/vetur 2023.

  

Námskeiðið hentar vel ungmennum sem ítrekað fresta verkefnum í skóla, vinnu eða persónulega lífinu,
vilja skilja betur hvers vegna það frestar og læra leiðir til þess að vera í bílstjórasætinu í lífinu.

 

Námskeiðið er opið og ekki þarf greiningarviðtal fyrir þátttöku. Það hentar þó ekki eitt og sér endilega ef þörf er á frekari meðferð við öðrum vanda t.d. ADHD, einhverfurófröskun og alvarlegu þunglyndi en þá er ráðlagt að gera það samhliða meðferð við þeim vanda. Það má líka alltaf heyra í okkur með því að senda tölvupóst á litlakms@litlakms.is.

 

Verð: 37.500.

Staðfestingargjald sem eru 18.750 kr eða helmingur af námskeiðsverði endurgreiðist ekki ef afbókað er á námskeiðið með minna en viku fyrirvara. Innifalið 4 klst á námskeiði, verkefnahefti og létt snarl (kex, djús, kaffi, te). Námskeiðið er því miður of stutt til að falla undir frístundarstyrk. Við hvetjum þau ungmenni sem eru í vinnu að kanna rétt sinn til endurgreiðslu hjá sínu stéttarfélagi.

 

Hvar: Hópmeðferðir og námskeið eru haldin í húsnæði Litlu KMS í Síðumúla 13.​

 

Skráning: Hægt er að skrá sig á námskeiðið HÉR, í síma 571 6110 eða senda tölvupóst á litlakms@litlakms.is

 

Umsagnir háskólanema:

,,Sá hegðun og mynstur/reglur sem ég hafði ekki áttað mig á áður. Spenntur fyrir næsta tíma.”

,,Vinnuheftið var vel byggt upp og hvatti til íhugunar á ýmsum aðstæðum sem valda frestun.”

,,Gaf mér sýn inn í hvernig frestunarárátta er, sem ég hafði ekki hugsað um áður.”

,,Láta mig horfast á við hugsunarfar mitt og skoða hvernig ég get breytt því og hegðun minni.”

,,Það var frábært að fá verkfæri til að díla við frestunaráráttuna.”

Hættu að fresta!

Image by Pedro Forester Da Silva
image.png
bottom of page