top of page

Næsta námskeið:
Mánudagar 8. og 15. apríl (17:15 – 19:15)


 

Viltu skerpa á grunnatriðum í jákvæðum uppeldisaðferðum?

Viltu læra hjálplegar aðferðir við að bregðast við reiði?​

Viltu læra að vera vinur og uppalandi? 

Viltu læra að ýta undir æskilega hegðun, gott samstarf og auðvelda
samskipti við börn?

Viltu læra að setja mörk án þess að líða eins og vondi karlinn?

Vinnur þú með börnum og vilt fræðast meira um hjálplegar aðferðir í samskiptum við börn?

 

Hegðun 101 er fræðsla fyrir foreldra, kennara, ömmur og afa, sem og aðra uppalendur barna. Námskeiðið er opið öllum sem vilja fræðslu um jákvæðar og styðjandi uppeldisaðferðir sem og hjálpleg viðbrögð við reiðivanda, hvernig má til dæmis greina hann frá kvíðavanda og/eða vanlíðan. Við gerum út litla hópa þar sem foreldrum gefst tækifæri til þess að fá fræðslu um lykilatriði í árangursríku uppeldi með dæmum úr daglegu lífi.

Hópurinn hittist í tvö skipti, tvær klukkustundir í senn.

Verð: 37.500 (ath að tveir fjölskyldumeðlimir geta komið fyrir hvert barn).
Staðfestingargjald sem eru 18.750 kr eða helmingur af námskeiðsverði endurgreiðist ekki ef afbókað er á námskeiðið með minna en viku fyrirvara.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið HÉR, í síma 571 6110 eða senda tölvupóst á litlakms@litlakms.is

Ekki þarf að vera með barn í meðferð hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni til þess að skrá sig á námskeiðið.

 

Athugið að námskeiðið er hugsað sem fyrirbyggjandi úrræði og fyrir almennar áskoranir í barnauppeldi. Námskeiðið er ekki ætlað sem inngrip í vanda barna með veruleg frávik í hegðun, líðan og/eða þroska. Ekki er gert ráð fyrir að flókin eða alvarleg persónuleg mál barna eða fjölskyldna séu tekin fyrir í hópnum. Sé slíkur vandi til staðar er ráðlagt að panta tíma hjá okkur í greiningarviðal. Þar verður vandinn metinn og frekari úrræði lögð til eftir eðli vandans.

 

Frekari upplýsingar:

 

Ráð og aðferðir á námskeiðinu byggja á raunprófuðum aðferðum í uppeldi (samrýmist aðferðum á námskeiðum s.s. Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar, PMT, SMT, SOS! Hjálp fyrir foreldra o.s.frv.).

Hegðun 101 (uppeldisnámskeið)

Adult and Baby Elephant
bottom of page