top of page

Ungt fólk glímir við verri geðheilsu en áður hefur þekkst.

Við viljum hvetja unga fólkið okkar til þess að koma saman með okkur einn laugardag í mánuði til þess að fá allskonar fræðslu sem snýr að geðheilsu og geðrækt.

Við ætlum að halda skemmtilega fyrirlestra þar sem áherslan verður á það sem sameinar okkur þegar kemur að málefnum eins og þunglyndi, kvíða, reiði, afbrýðisemi, lágu sjálfsmati, svefnvanda, námskvíða, vanmáttarkennd, fullkomnunaráráttu o.s.frv.

            Fræðsla fer fram í hópi og svo munum við skipta þátttakenndum í smærri hópa eftir því sem hentar hverju sinni (t.d. eftir aldri, kyni, kynhneigð, áhugamálum eða háralit 😊).

  • Litlir Laugardagar eru laugardags vinnubúðir þar sem áherslan er á mismunandi geðrækt og fræðslu til unglinga og ungmenna.

  • Við mælum með skráningu á Litla Laugardaga fyrir þá sem langar að læra meira um geðheilbrigði en þurfa ekki endilega einstaklingsviðtöl.

  • Við mælum einnig með Litlum Laugardögum sem viðbót við einstaklingsmeðferð fyrir þá sem langar að prófa að vinna með geðrækt í litlum hópum jafnaldra og heyra hvað aðrir í sömu stöðu segja að gagnist vel.

 

ATH engin krafa er gerð um að deila persónulegum upplýsingum í hópnum.

           

Verkefnið er styrkt úr sjóði ALLIR GRÁTA.

Litlir Laugardagar

Fyrirkomulag Lítilla Laugardaga

Tími: 10:00 - 15:00

Kostnaður: 25.000

Hressing í hádeginu innifalin.

Dagurinn felur í sér fyrirlestra frá sálfræðingum Litlu KMS, gestafyrirlesurum í samræmi við þema dagsins, hópavinnu í smærri hópum og einstaklingsvinnu sem hver og einn vinnur fyrir sig.

Við tökum fram að enginn verður neyddur til að tjá sig frekar en hann/hún vill og að hægt er að mæta og taka þátt án þess að deila neinu persónulegu með öðrum á staðnum.

Sterkari sjálfsmynd

Hvernig er unnið með lágt sjálfsmat

Farið verður í hvað orsaki lágt sjálfsmat og hvernig hægt sé að byggja upp sterkari sjálfsmynd. Farið verður í áhrif lágs sjálfsmats í víðu samhengi og hver og einn þátttakandi mun fá aðstoð við að kortleggja eigin sjálfsmynd. 

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

Hvað hefur áhrif á sjálfsmyndina?

Hvernig bætir maður sjálfstraustið?

Er hægt að vera með of mikið sjálfstraust?

Hver er munurinn á sátt og uppgjöf?

Leiðbeinendur:

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur

Ellen Sif Sævarsdóttir sálfræðingur

Geðræktarkassinn

Bjargráð gegn sjálfsskaða og mikilli vanlíðan

Þessi vinnustofa fer í að föndra geðræktarkassa. Farið verður í fræðslu um sjálfsskaðandi hegðun í vanlíðan s.s. að skera sig, svelta sig, borða of mikið, einangra sig, eyða um efni fram, nota vímuefni/fíkniefni o.m.fl.

Þátttakendur fá aðstoð við að kortleggja eigin hegðun og viðbrögð við vanlíðan og skoða hvaða leiðir eru færar í mikilli vanlíðan sem skapa ekki ný vandamál fyrir framtíðina.

Þátttakendur föndra geðræktarkassa sem mun innihalda einstaklingsmiðaða viðbragðsáætlun til þess að fara með heim og geyma inni í herbergi

Leiðbeinendur:

Arnrún Tryggvadóttir, sálfræðingur

Helga Heiðdís Sölvadóttir, sálfræðingur

Hugræn atferlismeðferð HAM

Grunnfræðsla um geðheilbrigði og tilfinningastjórn

Farið verður yfir almenna fræðslu er varðar tilfinningar okkar og hvaðan þær koma. Á þessari vinnustofur verður einnig farið yfir grunnatriði HAM meðferðar og hvernig nýta megi hana til þess að bæta líðan í daglegu lífi.

 

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

 

Hvernig getum við lært að halda okkar striki þegar okkur líður illa?

Hvað eru eðlilegar tilfinningar?

Hvernig getur maður stjórnað tilfinningum?

Hvað er sjálfsskaðandi hegðun þegar okkur líður illa?

Hvenær er „rétt“ að vera reiður, kvíðinn eða dapur.

Er munur á tilfinningum á milli einstaklinga eða hópa?

Þátttakendur kortleggja eigin kvíða, depurð, reiði og aðrar tilfinningar sem valda erfiðleikum.

Leiðbeinendur:

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur

Helga Heiðdís Sölvadóttir sálfræðingur

bottom of page