top of page

Haust 2024
​​

13-15 ára og 16-20 ára.

Dagsetningar koma bráðum. Hægt er að skrá sig á lista.

Áttu í erfiðleikum með hluti eins og að segja þína skoðun eða vera þú
innan um aðra og á samfélagsmiðlum?

Ertu að forðast aðstæður vegna þess að þú trúir ekki að þú höndlir þær
eða passir inn?

Viltu efla sjálfstraustið?

Viltu fræðast um hvernig þú viðheldur góðri sjálfsmynd?

 

Vertu þú! er nýtt námskeið fyrir unglinga og ungmenni á aldrinum 13-15 ára og 16-20 ára sem glíma við sjálfsmyndarvanda og óöryggi og vilja efla sjálfstraustið sitt. Á námskeiðinu er farið yfir hvað sjálfstraust er og hvernig það mótast sem og mynstur í hegðun og hugsun sem búa til vítahringi. Unnið verður að ýmsum verkefnum til að skilja og efla eigin sjálfsmynd.

  

Námskeiðið hentar vel unglingum og ungmennum sem vilja efla sjálfstraust sitt og þora að taka þátt í því sem þau vilja, með öðrum orðum, að vera þau sjálf í hvaða aðstæðum sem er. Námskeiðið er fyrir þau sem vilja skilja betur hvers vegna sjálfsyndin er eins og hún er og læra leiðir til þess að efla hana og viðhalda.

 

Námskeiðið er opið og ekki þarf greiningarviðtal fyrir þátttöku. Ef annar vandi er til staðar (t.d. ADHD, einhverfurófröskun, félagskvíði eða þunglyndi) er ráðlagt að vinna samhliða meðferð að þeim vanda. Það má líka alltaf heyra í okkur með því að senda tölvupóst á litlakms@litlakms.is. Hópurinn hittist í tvö skipti, tvær klukkustundir í senn. Hámarksfjöldi í hóp miðast venjulega við 10-12 manns.

Gert er ráð fyrir að þátttakendum gefist rými til að spyrja spurninga en einungis út frá almennri umræðu en ekki þannig að rætt sé ítarlega um persónuleg málefni í opnum hóp. Sé þörf á persónulegri umræðu um vandann er hægt að panta viðtal með því að senda tölvupóst á litlakms@litlakms.is.

 

Verð: 37.500.

Staðfestingargjald sem eru 18.750 kr eða helmingur af námskeiðsverði endurgreiðist ekki ef afbókað er á námskeiðið með minna en viku fyrirvara. Námskeiðið er því miður of stutt til að falla undir frístundarstyrk. Við hvetjum þau ungmenni sem eru í vinnu að kanna rétt sinn til endurgreiðslu hjá sínu stéttarfélagi.

 

Hvar: Hópmeðferðir og námskeið eru haldin í húsnæði Litlu KMS í Síðumúla 13.​

 

Skráning: Hægt er að skrá sig á námskeiðið HÉR, í síma 571 6110 eða senda tölvupóst á litlakms@litlakms.is

Vertu þú!

Silhouette with Mountains
bottom of page