Tímasetning næsta námskeiðs fylgir eftirspurn.
Ef áhugi er fyrir hendi er best að senda tölvupóst á litlakms@litlakms.is
og óska eftir því að vera settur niður á lista.
Er háttatíminn martröð?
Vakir unglingurinn alltof lengi og sver að allir megi alltaf vaka lengur, og vera með símann uppi í rúmi?
Viltu læra hjálplegar aðferðir við að koma á góðum svefnvenjum?
Svefn 101 er almenn fræðsla um svefnþörf og venjur barna og unglinga. Námskeiðið er opið öllum sem vilja fræðslu um jákvæðar og styðjandi aðferðir við að koma á góðum svefnvenjum. Námskeiðið er tvö skipti, fyrra skiptið er almenn fræðsla um svefn barna og unglinga, með áherslu á að koma á góðum svefnvenjum hjá yngri börnum. Seinna skiptið verður farið í svefnvenjur unglinga. Við leggjum áherslu á að hafa fámenna hópa svo hægt sé að deila ráðum og reynslu innan hópsins. Ef tími gefst er hægt að ræða tengd málefni eftir óskum s.s. myrkfælni og martraðir.
Hópurinn hittist í tvö skipti, tvær klukkustundir í senn.
Verð: 37.500 (ath að tveir fjölskyldumeðlimir geta komið fyrir hvert barn).
Staðfestingargjald sem eru 18.750 kr eða helmingur af námskeiðsverði endurgreiðist ekki ef afbókað er á námskeiðið með minna en viku fyrirvara.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið HÉR, í síma 571 6110 eða senda tölvupóst á litlakms@litlakms.is
Ekki þarf að vera með barn í meðferð hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni til þess að skrá sig á námskeiðið.
Athugið að námskeiðið er hugsað sem fyrirbyggjandi úrræði og fyrir almennar áskoranir í barnauppeldi. Námskeiðið er ekki ætlað sem inngrip í vanda barna með veruleg frávik í hegðun, líðan og/eða þroska. Ekki er gert ráð fyrir að flókin eða alvarleg persónuleg mál barna eða fjölskyldna séu tekin fyrir í hópnum. Sé slíkur vandi til staðar er ráðlagt að panta tíma hjá okkur í greiningarviðal. Þar verður vandinn metinn og frekari úrræði lögð til eftir eðli vandans.
Frekari upplýsingar:
Ráð og aðferðir á námskeiðinu byggja á raunprófuðum aðferðum í uppeldi (samrýmist aðferðum á námskeiðum s.s. Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar, PMT, SMT, SOS! Hjálp fyrir foreldra o.s.frv.).