top of page
Taktu Pláss!

Næstu hópar 

13-15 ára og 16-20 ára: tímasetningar eru háðar skráningarfjölda hverju sinni. Hægt að skrá sig á lista. (Hópar eru alla jafna keyrðir miðvikudaga-laugardags).

Félagskvíði er eðlileg tilfinning sem margir upplifa bæði í samskiptum við aðra og eins þegar athygli annarra beinist að þeim.

Þessi hópmeðferð við félagskvíða er ætluð unglingum og ungu fólki sem upplifir hamlandi kvíða og óöryggi í samskiptum og félagslegum aðstæðum.

 

Í meðferðinni verður meðal annars unnið með eftirfarandi:

  • Hvað er félagskvíði og hvernig hefur hann áhrif á líf mitt?

  • Hvernig get ég náð betri stjórn á kvíðanum?

  • Að stoppa vítahringinn

  • Læra aðferðir sem hægt er að nota í flestum aðstæðum þar sem félagskvíðinn kemur upp

  • Leiðir til að draga úr kvíða í fyrirlestrum og hópverkefnum

  • Samskipti (spjall, hrós, að taka gagnrýni, tjá skoðanir o.m.fl.)

  • Leiðir til að kynnast nýju fólki

  • Tengsl við jafnaldra

  • Kvíði við samfélagsmiðla, símtöl, strætó, matsalurinn, seinkomur í skóla o.s.frv.

 

4 daga hópar:

Hópmeðferðin stendur yfir fjóra daga. Fyrstu 3 dagana frá 9.00-15/16.00 og 10-14 síðasta daginn. Fyrir upphaf meðferðar koma foreldrar/forsjáraðilar á fræðslufund sem er 1,5 klst. Hópmeðferðin er yfirleitt haldin frá miðvikudegi-laugardags.

Í framhaldi af meðferðinni býðst þátttakendum að mæta í opna stuðningstíma í 10 skipti í ,,Félagsmiðstöð Litlu KMS". Félagsmiðstöðin er opin á miðvikudögum frá 16:00-17:30. Gert er ráð fyrir aðkomu forsjáraðila yngri en 18 ára í síðasta stuðningstímanum. 

 

Einstaklingar 18 ára og eldri ráða hvort foreldrar/uppalendur þeirra mæti á fræðslufund fyrir upphaf meðferðar og á samantekt í síðasta stuðningstímanum. Mælt er með því að skjólstæðingar 18 ára og eldri nýti sér einnig foreldrafræðsluna.

Verð: 189.500

Alls eru þetta 24 klst í sérmeðferðarhóp og 1,5 klst af foreldrafræðslu. Til viðbótar eru í boði 15 klst (10 skipti, 1,5 klst í senn) í opnum stuðningshópi í Félagsmiðstöð Litlu KMS. Hádegismatur og öll námskeiðsgögn eru innifalinn á meðan 4 daga meðferðin stendur yfir.

Skráning

Ekki er hægt að skrá sig beint í hópmeðferðina án þess að fara fyrst í greiningarviðtal hjá sálfræðingi. Þar þarf m.a. að svara matslistum og meta hvort að þetta tiltekna úrræði henti vanda viðkomandi best og sé líklegt til árangurs. Greiningarviðtal getur leitt í ljós að önnur úrræði henti betur t.d. einstaklingsviðtöl, námskeið eða önnur hópmeðferð.
 

Greiningarviðtal fyrir hópmeðferð (almennt viðtalsgjald) er ekki innifalið í verði hópmeðferðar.  Ef tilvísun berst frá öðrum sálfræðingi, barnalækni/geðlækni eða sambærilegum meðferðaraðila/stofnun kemur til greina að skrá beint í hópinn, þá er best að viðkomandi meðferðaraðili eða stofnun hafi samband á litlakms@litlakms.is eða í síma 571-6110.

Frístundastyrkur

Litla KMS hefur gert samning við Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Hafnarfjörð og Kópavog um frístundarstyrk. Einstaklingar 18 ára (á árinu) og yngri geta nýtt frístunarstyrk að fullu (allt að 75.000 kr).

Hægt er að óska eftir hópmeðferð og panta greiningarviðtal á www.litlakms.is (panta tíma) eða á netfanginu litlakms@litlakms.is.
Við mælum með því að sett sé í lýsingu eða skilaboð að verið sé að óska eftir þessari hópmeðferð þar sem hópar kunna að fyllast.

Hvar

Hópmeðferðir og námskeið eru haldin í húsnæði Litlu KMS í Síðumúla 13.

Nánar um félagsmiðstöðina:

Á meðan á hópmeðferð stendur mega skjólstæðingar Litlu KMS sækja í félgasmiðstöðina. Mælt er með því að skjólstæðingar mæti í 10 skipti eftir meðferð.

Félagsmiðstöð Litlu KMS er rekin af nemum á lokaári í sálfræði (undir handleiðslu sálfræðings) og er hugsuð fyrir alla sem sitja námskeið hjá okkur og vilja auka stuðning, misstu úr tíma eða langar að hitta aðra unglinga sem eru að vinna í eigin geðrækt.

Engin sérstök skráning er í félagsmiðstöðina, þú mætir bara.

 

Fyrir fagaðila

Hópmeðferðin Taktu Pláss (áður Öryggi í samskiptum) er ætlað einstaklingum með vægan til miðlungs félagskvíða. Ef um mjög alvarlegan félagskvíða er að ræða er mikilvægt að einstaklingurinn sé örugglega tilbúinn í hópmeðferð og geti til dæmis unnið létt verkefni í hópi með öðrum. Við notum greiningarviðtal til þess að meta hvort einstaklingur sé tilbúinn í hópmeðferð. Þeir fagaðilar sem vilja vísa beint í hópmeðferð án greiningarviðtals taka þá ábyrgð á því mati og að viðkomandi sé reiðubúinn. Best er að viðkomandi meðferðaraðili eða stofnun hafi samband á litlakms@litlakms.is eða í síma 571-6110.

Meðferðin gæti einnig hentað einstaklingum með alvarlegan félagskvíða sem áður hafa tekið þátt í hópmeðferð/námskeiði (t.d. námskeiði ekki sérstaklega ætluð félagskvíða) en þau ekki skilað tilætluðum árangri.

Meðferðin hefur ekki hentað einstaklingum á einhverfurófi sem eru félagslega einangraðir, skortir mikla félagsfærni og upplifa mikinn félagskvíða sökum þess. Meðferðin hefur ekki hentað einstaklingum með alvarleg þroskafrávik.

bottom of page