

Litla Kvíðameðferðarstöðin (Litla KMS) er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni.
Við sinnum einnig aðstandendum og handleiðum fagaðila.
Fullorðnir geta óskað eftir sálfræðiþjónustu á Litlu KMS en almennt bendum við á Kvíðameðferðarstöðina sem sinnir fullorðnum.
Við hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni þurfum því miður að tilkynna að biðlistinn okkar hefur lengst töluvert. Fjöldi beiðna hefur margfaldast undanfarna mánuði og biðin getur orðið allt að 12 mánuðir frá því að umsókn berst.
Hafir þú fengið svar um styttri bið er ekki víst að hægt sé að standa við þann tíma. Við gerum okkar allra besta til að koma sem flestum að en því miður er staðan svona. Við hringjum þegar komið er að ykkur. Hafir þú ekki fengið neinn svarpóst til að byrja með (innan nokkurra daga) má senda póst á litlakms@litlakms.is til að vera viss um að beiðnin hafi borist til okkar.
Fréttir og tilkynningar
Hækkun viðtalsgjalds
Frá 15. mars 2023 hækkar viðtalsgjaldið í 23.500.
Viðtalsgjald sálfræðinema hækkar í 15.000.

Fréttir og tilkynningar
Dagsetningar fyrir námskeið og hópmeðferðir eru komnar. Endilega kíkið á það sem í boði er undir tenglunum um opin námskeið og hópmeðferð. Athugið að fleiri dagsetningar gætu bæst við.
Fréttir og tilkynningar
Gleðilega hátíð
Litla Kvíðameðferðarstöðin óskar samstarfsfólki, viðskiptavinum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fréttir og tilkynningar
Kemstu ekki á staðinn? Viltu breyta í fjarviðtal?
Skjólstæðingar sem geta ekki komið á staðinn geta beðið um að viðtal þeirra fari fram í gegnum Kara connect. Hafið samband við ritara og/eða sálfræðing ykkar tímanlega ef þarf.
