
Vegna hertra aðgerða til 17. nóvember
Skjólstæðingar okkar eru beðnir um að skoða þetta
•Grímuskylda fyrir 6 ára og eldri.
•Flest viðtöl fara í gegnum fjarfundarbúnað.
•Helmingur sálfræðinga er með viðtöl á hálfa tímanum til að tryggja að örfáir séu á biðstofum.
•Biðjum foreldra að bíða úti í bíl eftir að hafa fylgt barninu upp og látið vita af sér í afgreiðslunni.
•Aðeins einn með hverju barni í viðtali sé þess þörf.
•Stöðinni algjörlega skipt í tvö hólf.
•Þeir sem mæta á staðinn þurfa að passa að þeir fari á rétta biðstofu.

Hækkun á viðtalsgjaldi
Viðtalsgjald hækkar í 18.900 kr þann 1. nóvember
Kæru viðskiptavinir
Vinsamlegast athugið að viðtalsgjald hækkar í 18.900 krónur þann 1. nóvember 2020.

Grímuskylda í biðrými (grímur til sölu í afgreiðslu ef þarf)
Við biðjum alla skjólstæðinga 12 ára og eldri að vera með grímur í biðrýminu
Við höldum áfram að tryggja sóttvarnir og höfum í nokkurn tíma óskað eftir því að allir skjólstæðingar okkar, 12 ára og eldri, beri grímur. Grímuskylda er í biðrými og inni hjá sálfræðingum sé fjarlægð ekki nægjanleg.
Ef gríman gleymist má kaupa einnota grímu í afgreiðslunni hjá okkur á 100 kr stk.

Fjarþjónusta í boði fyrir þá sem vilja
Aukin fjarþjónusta vegna kórónaveiru
Skjólstæðingar sem eru með flensueinkenni, eru í sóttkví eða af öðrum ástæðum geta ekki komið á staðinn geta beðið um að viðtal þeirra fari fram í gegnum Kara connect fjarfundarbúnað. Hafið samband við ritara og/eða sálfræðing ykkar sem fyrst til að koma því í farveg. Best er að senda póst á litlakms@litlakms.is eða hringja í 571-6110 og biðja um fjarviðtal.
Viðtöl á hálfvirði hjá Camillu og Maríu
Hægt er að fá viðtöl hjá nemum Litlu KMS á hálfvirði. Hægt er að bóka tíma hjá þeim hér á heimasíðunni eða í síma 571-6110.
Litla Kvíðameðferðarstöðin (Litla KMS)
er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta
fyrir börn, unglinga og ungmenni.
Við sinnum einnig aðstandendum
og handleiðum fagaðila.
Fullorðnir geta óskað eftir sálfræðiþjónustu á Litlu KMS en almennt bendum við á Kvíðameðferðarstöðina sem sinnir fullorðnum.